Samfélagsmiðlar

Spyr hvort uppfæra þurfi farþegaspá Isavia

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fækkun ferðamanna í janúar og fréttir af minnkandi framboði á flugi vera áminningu um hversu kvik atvinnugrein ferðaþjónustan er.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Erlendu ferðafólki hér á fækkaði um 8.514 síðasta mánuði en spá Isavia gerði ráð fyrir rétt rúmlega fjögur hundrað færri ferðamönnum „Það eru vissulega vonbrigði að sjá meiri raunfækkun núna en gert var ráð fyrir í spá Isavia fyrir janúar og áminning um að staða ferðaþjónustufyrirtækja er ekki jafn trygg og sumir vilja halda fram, til dæmis í samhengi við kjarasamninga,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, aðspurður þróunina.

„Að auki má svo benda á tvær fréttir sem hafa birst í vikunni sem snúa að minnkuðu flugframboði til Íslands. Annars vegar mögulega enn meiri fækkun í flugvélaflota WOW en talið var og hins vegar gjaldþrots þýska flugfélagsins Germania sem getur haft alvarleg áhrif þar sem félagið hefur þjónað einum af kjarnamörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu. Ef við horfum á þetta allt í samhengi má velta fyrir sér hvort ástæða sé til að Isavia uppfæri farþegaspá sína þegar betri upplýsingar liggja fyrir um þau áhrif sem þetta hefur,“ segir Jóhannes Þór.

Að mati framkvæmdastjóra SAF sýna þessi ofantöldu atriði hversu kvik atvinnugrein ferðaþjónustan er og hversu mikilvæg áreiðanleg gögn eru fyrir greinina. „Þá er sama hvort litið er til söfnunar gagna eða úrvinnslu þeirra. Við verðum að leggja jafnvel enn meiri áherslu á þennan þátt en nú þegar hefur verið gert því að fyrirtæki þurfa að hafa sem áreiðanlegust gögn til að byggja áætlanir sínar á. Þó margt gott hafi verið unnið í þeim efnum á síðustu árum er rými til að gera betur.“

Jóhannes undirstrikar þó að hjá SAF hafi ítrekað verið bent á að  fjöldatölurnar einar segja mjög takmarkaða sögu um gang mála. „Það skiptir til dæmis miklu hvernig skipting farþegafjöldans verður eftir markaðssvæðum, þar sem við þekkjum að hegðunarmynstur ferðamanna er mjög ólíkt eftir því hvaðan þeir koma og breytingar á hlutfalli milli markaðssvæða getur því haft mikil áhrif á ólíkar greinar innan ferðaþjónustunnar og afkomu fyrirtækja á mismunandi svæðum á landinu. Þar sjáum við til dæmis í fyrra að fækkun farþega frá Þýskalandi hafði töluverð neikvæð áhrif, ekki síst á landsbyggðinni.“

Nýtt efni

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …