Samfélagsmiðlar

Þessi eru nefnd í tengslum við stjórnarkjör Icelandair

Framboðsfrestur til stjórnarkjörs hjá Icelandair Group rennur út um mánaðamótin. Nú þegar eru nokkrir nefndir sem álitlegir frambjóðendur.

Neðri röð frá vinstri: Björgólfur Jóhannsson, Helga Árnadóttir, Guðni Hreinsson, Ragnhildur Geirsdóttir, Ragna Árnadóttir og Þórunn Reynisdóttir.

Það er ljóst að eitt sæti losnar í stjórn Icelandair Group á aðalfundi félagsins í næsta mánuði því Ásthildur Otharsdóttir, sem setið hefur í stjórninni síðustu sjö ár, gefur ekki kost á sér að nýju. Innan fjármála- og ferðageirans eru farnar af stað bollaleggingar um hverjir það eru sem muni gefa kost á sér í stjórnina og þykir flestum viðmælendum Túrista það vera ljóst að von sé á uppstokkun. Staða Úlfars Steindórssonar, stjórnarformanns, mun þó vera sterk. Er þá ekki bara vísað til starfa hans heldur líka umtalsverðar persónulegrar fjárfestingar hans í félaginu og nauðsyn þess að halda ákveðnum stöðugleika í stjórninni.

Aðrir í stjórnarmenn gætu hins vegar séð fram á að missa sæti sín og einn þeirra sem nefndur hefur verið sem nýr stjórnarmaður er Björgólfur Jóhannsson, fyrrum forstjóri Icelandair Group. Á það er bent að hefð hafi skapast innan Icelandair fyrir því að farsælir forstjórar félagsins setjist síðar í stjórn þess. Það hafi Sigurður Helgason gert og líka alnafni hans þar á undan.

Annar forstjóri Flugleiða, Ragnhildur Geirsdóttir, er jafnframt sögð álitlegur kostur fyrir stjórn Icelandair. Sú staðreynd að hún hafi nýverið látið af starfi sem aðstoðarforstjóri WOW air þykir þó flækja fyrir mögulegu framboði hennar. Helga Árnadóttir, fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónstunnar og núverandi framkvæmdastjóri þró­un­ar-, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins, er að mati viðmælenda Túrista talin líkleg til að fá brautargengi gefi hún kost á sér í stjórn Icelandair Group. Meðmælendur Helgu vísa til reynslu hennar úr ferðageiranum og hversu vel hún þekki flugfélagið eftir að sinnt þar ýmsum stjórnendastöðum.

Nafn Þórunnar Reynisdóttur, forstjóra Ferðaskrifstofu Íslands, er jafnframt nefnt í tengslum við framboð en hún hefur, líkt og Helga, reynslu af stjórnendastörfum innan Icelandair og jafnframt í innlendum og erlendum ferðaþjónstufyrirtækjum. Þess má geta að í Fréttablaðinu í dag er Þórunn orðuð við stjórnarframboð og í frétt blaðsins er vísað til þess að Pálmi Haraldsson, eigandi Ferðaskrifstofu Íslands, er nú í hópi tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair.

Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands, og fyrrum stjórnarmaður í Icelandair er einnig sögð geta átt möguleika á endurkomu í stjórn Icelandair en hún átti þar sæti um árabil en náði ekki endurkjöri í fyrra.

Björg­vin Skúli Sig­urðsson, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Kortaþjón­ust­unn­ar og þar á undan yfirmaður viðskiptaþró­un­ar­sviðs Lands­virkj­unn­ar, hefur líka verið nefndur sem frambærilegur frambjóðandi. Sömuleiðis fyrrum samstarfskona hans í Landsvirkjun, Ragna Árnadóttir. Þá sérstaklega vegna starfa hennar sem formaður „Rögnunefndarinnar“ en sú þekking sem hún aflaði sér vegna í tengslum við þá vinnu þykir geta komið að góðum notum í stjórn Icelandair núna þegar staða innanlandsflugs er óljós og flugfélagsins bíður það verk að taka afstöðu til uppbyggingar flugvallar við Hvassahraun.

Fyrrum framkvæmdastjóri Loftleiða, Guðni Hreinsson, er líka talinn geta átt fullt erindi í stjórn Icelandair Group eftir að hafa rekið dótturfélag þess með góðum árangri um langt skeið. Jón Björnsson, fyrrum forstjóri Festis og Magasin du Nord í Danmörku, var einn þeirra sem orðaður var forstjórastöðuna í Icelandair eftir að Björgólfur lét af störfum er. Hann er nú ofarlega á blaði yfir þá sem taldir eru eiga erindi í stjórn Icelandair Group í þeim ólgusjó sem félagið er í núna. Er þá litið til árangurs Jóns af viðsnúningi stórra fyrirtækja, til að mynda Festis og Magasin du Nord í Danmörku. Jón hefur einnig reynslu af stjórnarsetu í erlendum fyrirtækjum.

Flestir þeirra sem Túristi hefur rætt við eru hins vegar sammála um að Icelandair Group myndi njóta góðs af því að fá erlendan sérfræðing í flugrekstri inn í stjórn fyrirtækisins. Bent er á að flugfélagið starfi á alþjóðlegum mörkuðum og það mætti endurspeglast í stjórn fyrirtækisins. Fresturinn til þess að undirbúa framboð erlends sérfræðings er hins vegar ekki talinn nægjanlegur fyrir aðalfundinn sem fram fer 8. mars. Þess ber að geta að Túristi hefur ekki kannað hug ofantalinna einstaklinga til framboðs í stjórn Icelandair Group.

 

 

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …