Samfélagsmiðlar

Vísbendingar um versnandi stöðu erlendra flugfélaga á Keflavíkurflugvelli

Tómu sætunum í áætlunarferðum erlendu flugfélaganna hingað til lands hefur líklega fjölgað þónokkuð í síðasta mánuði. Sú þróun er sérstaklega varasöm á Keflavíkurflugvelli sem á mikið undir lággjaldaflugfélögum.

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet er langumsvifamesta erlenda flugfélagið hér á landi á veturna. Nú gæti tómum sætunum um borð í ferðum félagsins til Íslands verið farið að fjölga.

Erlendu ferðafólki hér á landi fækkaði meira í janúar en ný ferðamannaspá Isavia gerði ráð fyrir. Vegna þessarar miklu skekkju sendi Isavia frá sér tilkynningu þar sem tilgreindar voru ástæður þess að spáin fór töluvert út af sporinu nokkrum dögum eftir að hún var birt. Ein af skýringum sem gefnar eru á þessari skekkju er sú að sætanýting í flugi til og frá Keflavíkurflugvelli í janúar hafi lækkað úr 78 prósentum niður í 74 prósent miðað við sama tíma í fyrra.

Svona nýtingatölur hefur Isavia ekki gefið út áður en það gera íslensku flugfélögin hins vegar í hverjum mánuði. Og samkvæmt þeim þá stóð nýtingin hjá Icelandair nærri því í stað í janúar og var rétt um 72 prósent. Hún lækkaði aftur á móti verulega hjá WOW air úr 88 prósentum í áttatíu prósent í samanburði við janúar í fyrra. Aukið vægi Icelandair í umferðinni um Keflavíkurflugvöll og þunnskipaðri þotur hjá WOW air skýra því að stórum hluta afhverju sætanýtingin í flugi til og frá Keflavíkurflugvelli lækkaði um fjögur prósentustig í janúar.

Það verður þó ekki horft fram hjá því að ofannefndar tölu gefa jafnframt vísbendingu um að erlendu flugfélögin eigi orðið erfiðara með að selja lausu sætin í ferðir sínar til Íslands. Miðað við talningar Túrista á vægi íslenskra og erlendra flugfélaga í flugumferðinni um Keflavíkurflugvöll og fyrrnefndar nýtingatölur má reikna út að sætanýting erlendu flugfélaganna hefur líklega fallið um 3 til 5 prósentustig í janúar og endað í kringum 71-73 prósent.

Flugfélög eins og Finnair, Lufthansa og British Airways, sem byggja t.d. Íslandsflug sitt á tengifarþegum, m.a. frá Asíu, geta sætt sig við að fljúga hingað til lands með nokkuð af tómum sætum. Lággjaldaflugfélög gera hins vegar kröfu um þéttskipaðar þotur og það er áhyggjuefni ef nýtingin hjá þeim hefur lækkað verulega.

Það eru nefnilega lággjaldaflugfélögin easyJet, Wizz Air og Norwegian sem stóðu undir nærri þremur af hverjum fjórum áætlunarferðum erlendra flugfélaga hingað til lands í síðasta mánuði. Og það er þekkt að flugfélög eins og þessi skera oftast fyrst niður lengri flugleiðir þegar kemur að því að hagræða. Forsvarsmenn Norwegian hafa til að mynda boðað þess háttar aðgerðir og hættir félagið Íslandsflugi frá Róm í lok mars.

Hafa verður í huga að þessir útreikningar hér að ofan byggja ekki á fullkomnum upplýsingum enda situr Isavia á þeim. Samanburður á sætanýtingatölu flugvallar og flugfélaga er líka takmörkunum háður. Flugfélög miða við fluglengd þegar þau reikna út nýtingahlutfall en það gerir Isavia ólíklega þegar félagið reiknar út nýtingu í flugi til og frá Keflavíkurflugvelli. Það verður hins vegar ekki horft framhjá því að teikn eru á lofti og við þær aðstæður væri kostur ef Isavia myndi deila frekari gögnum. Forstjóri Isavia kýs frekar að óttast „miklu, miklu verri niðurstöðu“ í einrúmi.

Stjórnendur Isavia gætu til að mynda tekið kollega sína í Kaupmannahöfn sér til fyrirmyndar en í dag birti flugvöllur borgarinnar sitt mánaðarlega uppgjör þar sem fram kemur hvernig fjöldi farþega þróaðist á 10 fjölförnustu flugleiðunum. Þess háttar uppgjör hafa Danir birt um árabil.

Þennan upplýsingaskort varðandi flugumferð kærði Túristi síðastliðið vor til úrskurðarnefndar upplýsingamála en málið hefur ekki ennþá verið tekið fyrir. Forsvarsfólk bæði Icelandair og WOW veittu beiðni Túrista neikvæða umsögn þegar Isavia ráðfærði sig við félögin í kjölfar kærunnar.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …