Samfélagsmiðlar

WOW biður um greiðslufrest

Engar upplýsingar fást um gang mála í viðræðum Skúla Mogensen og Indigo Partners. Nú hefur WOW óskað eftir leyfi til að greiða reikninga á erlendum flugvöllum síðar en upphaflega stóð til.

TF-BIG er splunkuný Airbus A330 breiðþota sem stendur nú við verksmiðju Airbus í Toulouse í Frakklandi.

Stjórnendur WOW air hafa farið fram á frest fram í miðjan mars til að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á flugvöllum út í heimi. Þetta herma áreiðanlegar heimildir Túrista en í bréfi sem WOW air sendi til viðkomandi flugvalla kemur fram að félagið óski eftir vilyrði fyrir því að notendaagjöld flugfélagsins verði greidd í næsta mánuði en ekki nú í lok febrúar eins og áætlað var. Hversu háar upphæðirnar eru er erfitt að leggja mat á en til samanburðar má reikna með að notendagjöld WOW air á Keflavíkurflugvelli, fyrir janúar, hafi verið á bilinu 250 til 300 milljónir króna.

Í lok þessa mánaðar rennur út fresturinn sem eigendur skuldbréfa í WOW air veittu Indigo Partners og Skúla Mogensen til að ná samkomulagi um kaup bandaríska fjárfestingafélagsins á stórum hlut í íslenska flugfélaginu. Samningaviðræðurnar hafa staðið yfir í rúmar ellefu vikur en ekki fást neinar upplýsingar um gang mála. Hvorki Skúli Mogensen né blaðafulltrúi Indigo Partners svara fyrirspurnum en líkt og Túristi greindi frá þá byggði ný grein bandarísku fréttastofunnar CNBC, um möguleg kaup Indigo á WOW air, á gömlum tilvitnunum í William Franke, stjórnanda WOW air.

Á sama tíma fást ekki svör frá flugvélaleigunni Avolon um hvort WOW air verði heimilt að bakka út úr tólf ára leigusamningi á fjórum nýjum Airbus A330 breiðþotum. Leiguverð á einni slíkri nemur hátt í 100 milljónum kóna og standa tvær af þotunum fjórum nú málaðar og merktar WOW air við verksmiðju Airbus í Toulouse. Upphaflega stóð til að afhenda þoturnar TF-BIG og TF-MOG í lok síðasta árs en því var seinkað fram í febrúar. Að mati aðila sem vel þekkja til þá gæti WOW air þurft að greiða á bilinu 300 til 500 milljónir króna fyrir að losna undan leigusamningi á hverri og einni breiðþotu. Það eru því umtalsverðar upphæðir í húfi og ekki ólíklegt að þessir dýru leigusamningar hafi sett strik í reikninginn í viðræðunum um fjárfestingu Indigo Partners í WOW air.

Í flugflota WOW air í dag eru engar breiðþotur heldur ellefu minni Airbus farþegaflugvélar. Tvær þeirra eru í leiguverkefnum við Karabíska hafið en hinar eru nýttar til að fljúga með farþega WOW air. Eins og áður hefur komið fram þá gæti floti WOW air minnkað niður í átta flugvélar á næstunni. Sem fyrr fást þó engin svör um þessi mál né önnur hjá forsvarsfólki WOW air. Það má hins vegar gera ráð fyrir að flugfélagið sendi frá sér yfirlýsingu ekki seinna en 28. febrúar um niðurstöðu í viðræðunum við Indigo Partners.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …