Aðeins aukning á Akureyrarflugvelli

Enn einn mánuðinn fækkar farþegum í innanlandsfluginu en samdrátturinn var minni í febrúar en oft áður. Skýringin liggur líklega í beinu flugi milli Bretlands og Íslands.

Breskir farþegar Super Break á Akureyrarflugvelli. Mynd: Markaðsstofa Norðurlands

Það fóru 53.204 farþegar um innanlandsflugvelli landsins í febrúar eða rétt um tvö hundruð færri en á sama tíma í fyrra. Á Reykjavíkurflugvelli fækkaði farþegum hins vegar um þrjá af hundraði og ennþá meira á Egilsstöðum og á minni flugvöllum landsins. Þróunin var önnur fyrir norðan því um tólf hundruð fleiri farþegar nýttu sér flugferðir til og frá Akureyrarflugvelli í febrúar og nam aukningin 7,5 prósentum.

Í ljósi samdráttar á Reykjavíkurflugvelli má gera ráð fyrir að Íslandsflug bresku ferðaskrifstofunnar Super Break skýri að mestu þessa jákvæða þróun á Akureyri. Í febrúar í fyrra flug nýttu nærri tvö þúsund Bretar sér þær ferðir Super Break en ekki liggja fyrir tölur fyrir síðastliðinn febrúar hjá breskum flugmálayfirvöldum. Isavia birtir ekki svona upplýsingar. Fyrstu tvo mánuði ársins fækkaði farþegum á innanlandsflugvöllunum samtals um 7 þúsund.