Beðið eftir að önnur flugfélög bjóði fram aðstoð

Ennþá hefur ekki heyrst af sérkjörum fyrir farþega WOW air.

kef farthegar
Mynd: Isavia

Stuttu eftir að rekstur Sterling flugfélagsins stöðvaðist í lok október 2008 þá buðu keppinautarnir, SAS og Norwegian, ódýrari farmiða fyrir farþega Sterling sem voru strandaglópar. Ennþá hefur Icelandair ekki gefið frá sér tilkynningu um að þess háttar standi farþegum WOW air til boða. Sama gildir um easyJet og önnur flugfélög sem fljúga á sömu flugleiðum og WOW air gerði.

Í tilkynningu sem Samgöngustofa sendi frá sér í morgun segir að flugfélög kunni við þessar aðstæður að bjóða farþegum aðstoð í formi björgunarfargjalda. Upplýsingar um þau félög verði birt um leið og þær liggja fyrir á heimasíðu Samgöngustofu.

Hér má sjá hvaða flugfélög fljúga til og frá þeim borgum sem WOW farþegar eru núna staddir án farmiða.