Beint flug frá flestum áfangastöðum WOW

Farþegar WOW sem staddir eru í útlöndum geta í flestum tilfellum fundið beint flug með öðrum flugfélagi.

flug danist soh
Mynd: Danish Soh / Unsplash

Um sjöundi hver farþegi WOW air er búsettur hér á landi og það eru því væntanlega nokkur hundruð Íslendinga sem eru án flugmiða heim eftir að WOW air hætti starfsemi nú í morgun.

Flugáætlun WOW síðustu vikur hefur samanstaðið af reglulegum ferðum til 16 áfangastaða í Norðu-Ameríku og Evrópu. Og eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan þá er í flestum tilfellum hægt að finna beint flug með öðrum flugfélögum heim frá sömu borg nema ef viðkomandi er staddur í Montreal eða Detroit. Í sumum tilfellum getur verið ódýrara að bóka heimferðina með millilendingu.

Þess ber að geta að farþegar sem eru ekki í pakkaferð á vegum ferðaskrifstofu verða að borga flugið sitt sjálfir og gera svo kröfu í þrotabú WOW. Á þessari stundu er augljóslega óljóst hversu mikið fæst upp í kröfur. Farþegar sem eiga núna ónýtta farmiða með WOW geta hér séð hvaða flugfélög fljúga hvert í sumar (athugið að WOW er ennþá inní upptalningunni).