Samfélagsmiðlar

Bjargvættur WOW gæti fengið stærri hlut

Nú er unnið að því að fá fjárfesta að 51 prósent hlut í WOW air. Sá sem leggur flugfélaginu til fjármagn gæti þó verið í stöðu til að fara fram á meira.

Nú er ljóst að Skúli Mogensen er ekki lengur eini eigandi WOW air þar sem fjárfestar sem tóku þátt í skuldabréfaútboði félagsins síðastliðið haust hafa breytt kröfum sínum í hlutafé. Mismunandi sögum fór að aðdraganda þessara breytinga í gær því Skúli sagði skuldabréfaeigendur hafa samþykkt breytinguna en samkvæmt frétt Mbl.is voru það hinsvegar fjár­fest­ar sem ákváðu að taka fé­lagið yfir.

Á sama hátt munu allir kröfuhafar, utan Isavia, ekki hafa samið um umbreytingu á kröfum sínum eins og skilja mátti fyrstu fréttir af málinu  sem birtust á vef Rúv. Ennþá mun þó vera ósamið við stóra kröfuhafa eins og flugvélaleigur og ekki fást upplýsingar frá Arion banka um hvort bankinn ætli að umbreyta sínum kröfum.

Hvað sem líður misræminu í aðdraganda eigendabreytinganna og stöðu samninga við kröfuhafa þá mun það vera stefna skuldabréfaeigenda og kröfuhafa að selja fjárfestum 51 prósent hlut í félaginu fyrir 5 milljarða króna. Fréttablaðið segir frá því í dag að eigendur skuldabréfa munu eignast 23 prósenta hlut í félaginu og aðrir lánardrottnar fá 26 prósenta hlut. Fjárfestirinn sem leggja á flugfélaginu til 40 milljónir dala, 4,8 milljarða kr., í nýtt hlutafé fær því 51 prósent í félaginu.

Í ljósi þess hve tíminn er knappur og lausafjárþörf WOW air mikil þá má telja líklegt að áhugasamir fjárfestar geta fengið mun stærri hlut í flugfélaginu. Og að þessu ýjar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í viðtali við Vísi í morgun. Þar segir hann segir erfitt að skilja afhverju þeir sem leggja eiga nýtt áhættufjármagn til WOW air eignist ekki félagið að fullu.

Staða WOW ætti að vera forstjóra Icelandair vel þekkt enda keypti hann keppinautinn í nóvember og gerði aðra tilraun um síðustu helgi. Í bæði skiptin var það samt niðurstaða stjórnenda Icelandair að láta ekki af yfirtöku verða.

Nýtt efni

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …