Bókunarvél WOW liggur niðri

Á þessari stundu er ekki hægt að bóka farmiða með WOW air.

Skjámynd af bókunarsíðu WOW

Í allan morgun hefur verið mögulegt að leita að farmiðum hjá WOW air og bóka. Nú liggur bókunarvélin hins vegar niðri vegna „viðhalds kerfis“ eins og sjá má skjámyndinni hér fyrir ofan.

Eins og áður hefur komið fram hefur allt flug WOW stöðvast og bíða farþegar félagsins frekari upplýsinga en von er á tilkynningu frá flugfélaginu núna klukkan níu.