Bretlandsflugið til Akureyrar festir sig í sessi

Stjórnendur ferðaskrifstofunnar Super Break eru greinilega ánægðir söluna á Íslandsferðuna og hafa nú þegar sett í sölu vetrarferðir fyrir næsta ár.

Farþegar Super Break stíga frá borði fyrir norðan. Mynd: Markaðsstofa Norðurlands

Nú er önnur vertíð Super Break hér á landi langt komin en þessi breska ferðaskrifstofa hefur síðustu vetur boðið upp á Íslandsferðir um Norðurland. Flogið er beint til Akureyrar frá nokkrum breskum borgum yfir veturinn og stoppa gestirnir oftast í þrjár til fjórar nætur.

Þessum ferðum verður haldið áfram á næsta ári samkvæmt tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands. Þar segir að fjórtán ferðir verði settar í sölu til að byrja með frá mikilvægustu héraðsflugvöllunum í Bretlandi. Vonir standa til þess að hægt verði að bæta fleiri við en dagskráin hefst í byrjun febrúar og stendur yfir fram í apríl.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Chris Hagan sem stýrir Íslandsprógrammi Super Break (af Facebooksíðu Markaðsstofu Norðurlands).