Samfélagsmiðlar

Eaton Vance tjáir sig ekki um skuldabréfin í WOW

Sérfræðingar bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management vilja ekkert segja um kröfu um fimmtíu prósent afskriftir skuldabréfa í WOW air.

wowair freyja

Þegar hið margumrædda skuldabréfaútboð WOW air hófst í lok síðasta sumars þá fór Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW,  um Norður-Evrópu og kynnti útgáfuna fyrir fjárfestum. Við heimkomuna sagði hann, í viðtali við Fréttablaðið, að viðbrögðin hefðu verið mjög góð og að reyndir fjárfestar í flugheiminum skildu hvernig  WOW nálgaðist markaðinn öðruvísi með meiri áherslu á tæknilausnir og hliðartekjur en áður hefði þekkst. Nokkrum dögum síðar sagði Fréttablaðið svo frá því að nokkrir erlendir fjárfestar hefðu nú þegar skráð sig til þess að kaupa verulegan hluta skuldabréfanna.

Það kom hins vegar á daginn að áhuginn reyndist ekki nægjanlegur og voru íslensk verðbréfafyrirtæki fengin til aðstoðar til að ná útgáfunni yfir 50 milljón evra lágmarkið. Skúli keypti meira að segja sjálfur fyrir rúmlega tíund af þeirri upphæð og hið íslenska Gamma tók einnig hlut. Bandaríska fjármálafyrirtækið Eaton Vance var þó stórtækast, af þeim kaupendum sem komu í gegnum íslensku verðbréfafyrirtækin, því félagið skráði sig fyrir skuldabréfum að virði 10 milljónir evra í WOW.

Sú fjárfesting hefur verið í lausu lofti í nær allan vetur og í bréfi sem eigendum skuldabréfanna var sent um síðustu helgi er óskað eftir samþykki þeirra fyrir helmings afskrift af höfuðstólnum. Aðspurð um þessa kröfu, aðeins hálfu ári eftir að bréfin voru gefin út, þá segir talskona Eaton Vance,  í svari við fyrirspurn Túrista, að þau muni ekki tjá sig um málið að þessu sinni. Fulltrúar Eaton Vance létu þó óánægju sína með söluferli bréfanna skýrt í ljós á fundi skuldabréfaeigenda í ársbyrjun eins og áður hefur verið fjallað um.

Eini skuldabréfaeigandinn sem tjáð hefur sig opinberlega um stöðuna, eftir tilboð helgarinnar, er Valdimar Ármann, forstjóri Gamma. Í fréttum RÚV á laugardag sagði að niðurstöðuna skárri en hann óttaðist en sjóðir á vegum Gamma fjárfestu fyrir tvær milljónir evra í skuldabréfum WOW air. Það jafngildir um 270 milljónum króna á gengi dagsins. Valdimar taldi að eigendur skuldabréfanna myndu samþykkja breytta skilmála. „Það eru alltaf einhverjar líkur á að þetta gangi ekki í gegn en miðað við stöðuna og það sem er í hendi, þó það sé búinn að vera stuttur tími til að meta þetta nákvæmlega, þá sýnist mér miðað við uppleggið að það séu góðar líkur á að þetta verði samþykkt,“ sagði Valdimar.

Skuldabréfeigendurnir geta greitt atkvæði um breytingarnar fram til 5. apríl næstkomandi en þær munu falla úr gildi verði ekki gengið frá fjárfesting Indigo Partners í WOW air fyrir 29. apríl næstkomandi. Áður höfðu forsvarsmenn fyrirtækjanna tveggja gefið út að stefnt væri að því að ljúka fjárfestingunni fyrir 29. mars.

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …