Samfélagsmiðlar

Eaton Vance tjáir sig ekki um skuldabréfin í WOW

Sérfræðingar bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management vilja ekkert segja um kröfu um fimmtíu prósent afskriftir skuldabréfa í WOW air.

wowair freyja

Þegar hið margumrædda skuldabréfaútboð WOW air hófst í lok síðasta sumars þá fór Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW,  um Norður-Evrópu og kynnti útgáfuna fyrir fjárfestum. Við heimkomuna sagði hann, í viðtali við Fréttablaðið, að viðbrögðin hefðu verið mjög góð og að reyndir fjárfestar í flugheiminum skildu hvernig  WOW nálgaðist markaðinn öðruvísi með meiri áherslu á tæknilausnir og hliðartekjur en áður hefði þekkst. Nokkrum dögum síðar sagði Fréttablaðið svo frá því að nokkrir erlendir fjárfestar hefðu nú þegar skráð sig til þess að kaupa verulegan hluta skuldabréfanna.

Það kom hins vegar á daginn að áhuginn reyndist ekki nægjanlegur og voru íslensk verðbréfafyrirtæki fengin til aðstoðar til að ná útgáfunni yfir 50 milljón evra lágmarkið. Skúli keypti meira að segja sjálfur fyrir rúmlega tíund af þeirri upphæð og hið íslenska Gamma tók einnig hlut. Bandaríska fjármálafyrirtækið Eaton Vance var þó stórtækast, af þeim kaupendum sem komu í gegnum íslensku verðbréfafyrirtækin, því félagið skráði sig fyrir skuldabréfum að virði 10 milljónir evra í WOW.

Sú fjárfesting hefur verið í lausu lofti í nær allan vetur og í bréfi sem eigendum skuldabréfanna var sent um síðustu helgi er óskað eftir samþykki þeirra fyrir helmings afskrift af höfuðstólnum. Aðspurð um þessa kröfu, aðeins hálfu ári eftir að bréfin voru gefin út, þá segir talskona Eaton Vance,  í svari við fyrirspurn Túrista, að þau muni ekki tjá sig um málið að þessu sinni. Fulltrúar Eaton Vance létu þó óánægju sína með söluferli bréfanna skýrt í ljós á fundi skuldabréfaeigenda í ársbyrjun eins og áður hefur verið fjallað um.

Eini skuldabréfaeigandinn sem tjáð hefur sig opinberlega um stöðuna, eftir tilboð helgarinnar, er Valdimar Ármann, forstjóri Gamma. Í fréttum RÚV á laugardag sagði að niðurstöðuna skárri en hann óttaðist en sjóðir á vegum Gamma fjárfestu fyrir tvær milljónir evra í skuldabréfum WOW air. Það jafngildir um 270 milljónum króna á gengi dagsins. Valdimar taldi að eigendur skuldabréfanna myndu samþykkja breytta skilmála. „Það eru alltaf einhverjar líkur á að þetta gangi ekki í gegn en miðað við stöðuna og það sem er í hendi, þó það sé búinn að vera stuttur tími til að meta þetta nákvæmlega, þá sýnist mér miðað við uppleggið að það séu góðar líkur á að þetta verði samþykkt,“ sagði Valdimar.

Skuldabréfeigendurnir geta greitt atkvæði um breytingarnar fram til 5. apríl næstkomandi en þær munu falla úr gildi verði ekki gengið frá fjárfesting Indigo Partners í WOW air fyrir 29. apríl næstkomandi. Áður höfðu forsvarsmenn fyrirtækjanna tveggja gefið út að stefnt væri að því að ljúka fjárfestingunni fyrir 29. mars.

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …