Samfélagsmiðlar

Eaton Vance tjáir sig ekki um skuldabréfin í WOW

Sérfræðingar bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management vilja ekkert segja um kröfu um fimmtíu prósent afskriftir skuldabréfa í WOW air.

wowair freyja

Þegar hið margumrædda skuldabréfaútboð WOW air hófst í lok síðasta sumars þá fór Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW,  um Norður-Evrópu og kynnti útgáfuna fyrir fjárfestum. Við heimkomuna sagði hann, í viðtali við Fréttablaðið, að viðbrögðin hefðu verið mjög góð og að reyndir fjárfestar í flugheiminum skildu hvernig  WOW nálgaðist markaðinn öðruvísi með meiri áherslu á tæknilausnir og hliðartekjur en áður hefði þekkst. Nokkrum dögum síðar sagði Fréttablaðið svo frá því að nokkrir erlendir fjárfestar hefðu nú þegar skráð sig til þess að kaupa verulegan hluta skuldabréfanna.

Það kom hins vegar á daginn að áhuginn reyndist ekki nægjanlegur og voru íslensk verðbréfafyrirtæki fengin til aðstoðar til að ná útgáfunni yfir 50 milljón evra lágmarkið. Skúli keypti meira að segja sjálfur fyrir rúmlega tíund af þeirri upphæð og hið íslenska Gamma tók einnig hlut. Bandaríska fjármálafyrirtækið Eaton Vance var þó stórtækast, af þeim kaupendum sem komu í gegnum íslensku verðbréfafyrirtækin, því félagið skráði sig fyrir skuldabréfum að virði 10 milljónir evra í WOW.

Sú fjárfesting hefur verið í lausu lofti í nær allan vetur og í bréfi sem eigendum skuldabréfanna var sent um síðustu helgi er óskað eftir samþykki þeirra fyrir helmings afskrift af höfuðstólnum. Aðspurð um þessa kröfu, aðeins hálfu ári eftir að bréfin voru gefin út, þá segir talskona Eaton Vance,  í svari við fyrirspurn Túrista, að þau muni ekki tjá sig um málið að þessu sinni. Fulltrúar Eaton Vance létu þó óánægju sína með söluferli bréfanna skýrt í ljós á fundi skuldabréfaeigenda í ársbyrjun eins og áður hefur verið fjallað um.

Eini skuldabréfaeigandinn sem tjáð hefur sig opinberlega um stöðuna, eftir tilboð helgarinnar, er Valdimar Ármann, forstjóri Gamma. Í fréttum RÚV á laugardag sagði að niðurstöðuna skárri en hann óttaðist en sjóðir á vegum Gamma fjárfestu fyrir tvær milljónir evra í skuldabréfum WOW air. Það jafngildir um 270 milljónum króna á gengi dagsins. Valdimar taldi að eigendur skuldabréfanna myndu samþykkja breytta skilmála. „Það eru alltaf einhverjar líkur á að þetta gangi ekki í gegn en miðað við stöðuna og það sem er í hendi, þó það sé búinn að vera stuttur tími til að meta þetta nákvæmlega, þá sýnist mér miðað við uppleggið að það séu góðar líkur á að þetta verði samþykkt,“ sagði Valdimar.

Skuldabréfeigendurnir geta greitt atkvæði um breytingarnar fram til 5. apríl næstkomandi en þær munu falla úr gildi verði ekki gengið frá fjárfesting Indigo Partners í WOW air fyrir 29. apríl næstkomandi. Áður höfðu forsvarsmenn fyrirtækjanna tveggja gefið út að stefnt væri að því að ljúka fjárfestingunni fyrir 29. mars.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …