Ekkert áætlunarflug til Gautaborgar

Þotur Icelandair munu aðeins fljúga örfáar ferðir til næst fjölmennustu borgar Svíþjóðar í sumar.

gautaborg per pixel peterson
Frá Gautaborg Mynd: Ferðamálaráð Gautaborgara

Gautaborg hefur verið fastur liður í sumaráætlun Icelandair og á tímabili flaug Iceland Express þangað líka. Það er því hefð fyrir tíðum flugferðum milli Íslands og næst fjölmennustu borgar Svíþjóðar yfir sumarmánuðina. Í ár verður hins vegar breyting á því að þessu sinni munu ferðir Icelandair til Gautaborgar takmarkast við stakar ferðir í kringum íþróttamót sem íslensk ungmenni fjölmenna á í borginni samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu.

Þó alþjóðaflug sé nokkuð blómlegt frá Landvetter flugvelli við Gautaborg þá eru íbúar borgarinnar vanir því að nýta sér sér alþjóðaflug frá Ósló og Kaupmannahöfn. Og til beggja þessara borga fjölgar Icelandair ferðum sínum í sumar en breytingin þýðir þó að þeir fjölmörgu Íslendingar sem búa í Gautaborg geta ekki flogið beint úr heimabyggð til Íslands í sumar.