Ferðaskrifstofur bera ábyrgð á farþegum

Þór Bæring hjá Gaman ferðum segist hafa trú á að staðan WOW air leysist en flugfélagið á minnihluta í ferðaskrifstofunni.

Frá tyrkneskri sólarströnd en Gaman ferðir bjóða meðal annars upp á ferð til Tyrklands um páskana í leiguflugi með WOW. Mynd: Nihat Sinan Erul / Unsplash

„Við erum að sjálfsögðu með varaplan. Það er skylda okkar sem ferðaskrifstofa að bjóða okkar viðskiptavinum upp á sambærileg ferð, eða endurgreiða þeim, ef eitthvað gerist hjá okkar samstarfsaðilum sem verður til þess að við getum ekki veitt þá þjónustu sem keypt var hjá okkur,“ segir Þór Bæring, hjá Gaman ferðum, aðspurður um veika stöðu WOW air.

Flugfélagið á 49 prósent hlut í ferðaskrifstofunni en þrátt fyrir tengslin við þá segir Þór að Gaman ferðir kaupi flug hjá fleiri félögum en þó mest af WOW. „Við höfum trú á því að þetta muni fara vel þannig að farþegar okkar verði ekki fyrir neinum óþægindum,“ segir Þór.

En eins og áður hefur komið þá fara nú fram viðræðr milli forsvarsfólk Icelandair og WOW air um mögulega yfirtöku Icelandair á keppinaut sínum. Ef ekkert verður af því má gera ráð fyrir að rekstur WOW gæti stöðvast fljótlega í framhaldinu. Staðan er því viðkvæm en líkt og Þór bendir á þá eru réttindi þeirra sem hafa keypt alferðir, þ.e. flug og hótel í einum pakka, meiri en almennra flugfarþega. Þeir eiga aðeins rétt á endurgreiðslu á ónýttum farmiðum í gegnum færslufyrirtæki.