Flaug ekki tilbaka frá Montreal

Ein af þotum WOW air varð eftir út í Kanada í nótt en ekki liggur fyrir hver ástæðan er.

Mynd: London Stansted

Farþegar WOW air sem áttu að fljúga til Íslands frá Montreal í Kanada í gærkvöld fóru ekki í loftið. Brottför hefur verið seinkað til klukkan 19:05 í kvöld, að staðartíma, samkvæmt heimasíðu kanadíska flugvalallarins. Það er hefðbundinn brottfarartími fyrir þotur WOW borginni.

Farþegarnir fljúga þá annað hvort heim með TF-PRO, þotunni sem núna stendur við flugstöðina Montreal, eða þeirri flugvél sem flýgur þangað í dag en samkvæmt áætlun er ferð til kanadísku borgarinnar á dagskrá klukkan þrjú í dag. Það liggur því ekki fyrir hvort seinkunin skrifist á bilun eða að eigandi flugvélarinnar hafi tekið hana yfir en líkt og Túristi fjallaði um í gær þá munu eigendur flugflota WOW vera á áhyggjufullir yfir stöðu WOW.

Þessi seinkun á ferð frá  Montreal kann að vera megin skýringin á því að í morgun var ferð WOW til London aflýst og ferð til Dublin seinkað.