Heims­ferðir semja við Norwegian um flug til Tenerife og Gran Canaria

Norska lággjaldaflugfélagið mun staðsetja flugvél á Íslandi næsta vetur til að sinna morgunflugi með farþega Heimsferða.

norwegian velar860
Mynd: Norwegian

Heims­ferðir hafa samið við Norwegian um flug sitt til Kana­ríeyja næsta vetur. Í tilkynn­ingu kemur fram að norska flug­fé­lagið muni stað­setja vél á Íslandi til að sinna flugi fyrir fyrir­tækið. „Morg­un­flug verða í boði til Tenerife og Gran Canaria, en Norwegian flýgur til fjölda áfanga­staða fyrir syst­ur­fyr­ir­tæki Heims­ferða í Danmörku og Svíþjóð,” segir í tilkynn­ingu.

Í svari til Túrista segir Tómas J. Gestsson, fram­kvæmda­stjóri Heims­ferða að það sé ekki ósenni­legt að flug­vélin verði notuð í flug til fleiri áfanga­staða frá Kefla­vík­ur­flug­velli. Um er að ræða Boeing 737–800 flugvél með sæti fyrir 186 farþega og hún fljúga til Gran Canaria á þriðju­dögum og daginn eftir til Tenerife.