Icelandair og WOW hefja viðræður

Indigo Partners ekki lengur inn í myndinni og íslensku flugfélögin tvö ræða saman.

icelandair wow

Forsvarsfólk íslensku flugfélaganna Icelandair og WOW air hafa sest að ný að samningaborði samkvæmt tilkynningu frá félögunum tveimur. Ætlunin er að ljúka þeim í síðasta lagi á mánudaginn samkvæmt því sem fram kemur.

Í tilkynningu frá Icelandair segir að WOW air hafi slitið viðræðum við Indigo Partners. „Hefur stjórn Icelandair Group samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri félagsins. Ef af verður mun aðkoman byggja á sjónarmiði samkeppnisréttar um fyrirtæki á fallandi fæti. Viðræðurnar fara fram í samráði við stjórnvöld. Stefnt er að því að niðurstöður viðræðna liggi fyrir mánudaginn 25. mars 2019.“