Ingimundur hættir sem formaður stjórnar Isavia

Ingimundur Sigurpálsson sem verið hefur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Isavia síðustu fimm ár ætlar ekki að halda áfram.

Myndir: Isavia

Embætti stjórnarformanns Isavia er í dag merkt Sjálfstæðisflokknum og hefur Ingimundur Sigurpálsson, fráfarandi forstjóri Íslandspósts, setið sem fulltrúi flokksins frá árinu 2014. Hann tók þá við sem stjórnarformaður af Þórólfi Árnasýni, núverandi forstjóra Samgöngustofu. Ingimundur ætlar hins vegar ekki að sækjast eftir áframhaldandi stjórnarsetu hjá Isavia. Þetta tilkynnti hann í ræðu sinni á aðalfundi Isavia sem nú fram á Hótel Natúra við Reykjavíkurflugvöll.

Líkt og Túristi greindi frá í gær þá verða fulltrúar Framsóknar, VG, Miðflokks og Pírata í stjórn Isavia þeir sömu og í fyrra. Heyrst hefur að Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, taki við af Ingimundi á aðalfundinum en hún hefur verið formaður stjórnar Fríhafnarinnar, dótturfélags Isavia.