Leigðu flugvél fyrir portúgalska starfsmenn

Úrval Útsýn kemur starfsfólki Betonorte heim um páskana til Portó með beinu leiguflugi.

Sesselja Jörgensen, deildarstjóri Úrvals Útsýnar, Hallur Magnússon, markaðsstjóri Betonorte Island ehf. og Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals Útsýnar.

Hér landi starfa 170 Portúgalar hjá verktakafyrirtækinu Betonorte og þessir starfsmenn eiga rétt á flugi heim yfir páska og aftur um jól og áramót. Flugsamgöngur milli Íslands og Portúgals hafa hins vegar aldrei verið góðar og því hafa Portúgalarnir þurft að millilenda á leiðinni heim til sín.

Nú um páskana verður hins vegar annar háttur á því Úrval-Útsýn hefur leigt flugvél af Icelandair sem mun fljúga með hópinn beint til Portúgal og sækja á ný eftir páskafrí. „Við hjá Úrval Útsýn ákváðum að skoða hvort við gætum ekki komið þeim saman í beinu flugi til Portó þangað sem flestir þeirra eru að fara. Eftir smá vinnu við að skoða möguleikana þá náðum við að leigja flugvél frá Icelandair til að fljúga þetta flug fyrir okkur og við stefnum á að gera þetta aftur næstu jól og áramót,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýnar, i tilkynningu.

Þar segir jafnframt að Betonorte hefur notið þjónustu viðskiptaferða Úrvals-Útsýnar undanfarið ár við að koma starfsmönnum þeirra til og frá Íslandi. „Sú þjónusta hefur verið frábær og sparað okkur tíma, peninga og fyrirhöfn,“ segir Hallur Magnússon, markaðsstjóri Betonorte Island ehf, í tilkynningu.