Samfélagsmiðlar

Óákveðið hvort Ingimundur og Matthías fari í stjórn Isavia

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn skipa formann og varaformann stjórnar Isavia. Í svörum frá flokkunum tveimur kemur fram að ekki sé ákveðið hvort núverandi fulltrúar verði skipaðir á ný á aðalfundi fyrirtækisins sem fram fer í næstu viku.

Stjórn Isavia (frá vinstri) Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Matthías Imsland, Valdimar Halldórsson, Eva Pandora Baldursdóttir og Ingimundur Sigurpálsson.

Það er Isavia sem á og rekur flugvelli landsins og stjórn þessa opinbera hlutafélags er ávallt skipuð fulltrúum flokkanna sem eiga sæti á Alþingi. Eignarhald flugvalla í Noregi og Svíþjóð er með sama hætti en þar tíðkast ekki að skipa stjórnir opinberra fyrirtækja pólitískt. Í Svíþjóð er reglan sú að sérstök nefnd skilgreinir þær hæfniskröfur sem gera skal til þeirra sem sitja í stjórnum ríkisfyrirtækja. Og hjá hinu norska Avinor er sérstaklega kveðið á um að innan stjórnarinnar skuli vera næg þekking til að tryggja að fyrirtækið sýni frumkvæði í rekstri flughafnar sem og í flugöryggismálum.

Hér heima eru það einfaldlega fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja sem skipa stjórn Isavia auk eins Pírata og fulltrúa Miðflokksins. Starfsári núverandi stjórnar lýkur á aðalfundi Isavia sem haldinn verður á fimmtudaginn í næstu viku. Það er þó ekki útlit fyrir mannabreytingar að hálfu VG, Miðflokksins né Pírata samkvæmt þeim svörum sem Túristi hefur fengið frá flokkunum þremur. Í svari Willum Þórs Þórssonar, varaformanns þingflokks Framsóknarflokksins, segir að ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um hvort sömu fulltrúa og síðast verði tilefndir. Matthías Imsland, varaformaður stjórnar Isavia, er fulltrúi Framsóknar og Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarkona Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra og formanns Framsóknarflokksins, er varamaður flokksins.

Það er Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem fer fyrir hlut ríkisins í Isavia og Sjálfstæðisflokkurinn skipar líka stjórnarformann Isavia. Fulltrúi flokksins í það embætti síðustu ár hefur verið Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts. Aðspurð um hvort Ingimundur verði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á ný þá segir í svari Svanhildar Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanns fjármálaráðherra, að ákvörðun um það verði tekin fyrir aðalfundinn í næstu viku. Sem fyrr segir þá gegnir Ingimundur starfi forstjóra Íslandspósts og hefur ríkið nú í tvígang þurft að veita fyrirtækinu lán til rekstrarins. Ingimundur telur sig þó hafa tíma fyrir bæði störfin eins og kom fram í svari hans til Túrista í haust.

Forsvarsfólk Isavia hefur ekki viljað tjá sig um harða gagnrýni Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group, á fyrirtækið sl. föstudag. Þá fór fram aðalfundur Icelandair og í ræðu sinni sagði forstjórinn að stefnuleysi stjórnvalda og Isavia hafi orðið til þess að hingað hafi streymt ferðamenn sem hafa keypt flugfargjöld langt undir kostnaðarverði og að flugfélög hafi  fengið að safna upp skuldum á Keflavíkurflugvelli. Dylst engum að þar er forstjórinn meðal annars að vísa í ógreidd lendinga- og farþegagjöld WOW air.

Eins og Túristi hefur áður fjallað um þá er Matthías Imsland, varaformaður stjórnar Isavia, einn af stofnendum WOW air. Í svari til Túrista sl. haust  sagðist hann ekki telja sig þurfa að víkja af stjórnarfundum þegar málefni tengd WOW eru á dagskrá. „Ég hætti öllum afskiptum af WOW fyrir 6 árum síðan og hef síðan þá ekki haft neina hagsmuni af því fyrirtækinu,“ sagði Matthías en hann situr einnig sem fulltrúi Framsóknar í stjórn Fríhafnarinnar, dótturfélags Isavia.

Sem fyrr segir fást ekki skýr svör um hvort þeir Ingimundur og Matthías verða áfram fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar í stjórn Isavia. Það stefnir hins vegar í að Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, Valdimar Halldórsson frá VG og Eva Pandora Baldursdóttir, fyrrverandi þingkona Pírata sitji þar áfram.

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …