Orri Hauksson í stjórn Isavia

Forstjóri Símans tekur sæti í stjórn Isavia í stað Ingimundar Sigurpálssonar.

Mynd: Isavia

Fjórir af þeim fimm einstaklingum sem setið hafa í stjórn Isavia halda áfram en stjórnarformaðurinn, Ingimundur Sigurpálsson, lætur af embætti. Í hans stað kemur Orri Hauksson, forstjóri Símans, þetta kom fram á aðalfundi Isavia sem nú stendur yfir.

Ekki liggur fyrir hvort Orri taki við sem stjórnarformaður.