Óvissa með flug morgundagsins

Ekki er hægt að bóka sæti í flug WOW til flestra áfangastaða félagsins á morgun.

wow radir
Mynd: WOW

Flugáætlun WOW air á morgun gerir ráð fyrir 14 brottförum frá Keflavíkurflugvelli. Þar af eru átta ferðir í fyrramálið en núna er eingöngu hægt að bóka sæti í fjórar þeirra. Í ljósi stöðu WOW verður að teljast ólíklegt að allir miðar til Amsterdam, Parísar, London og Kaupmannahafnar séu þó uppseldir.

Seinni partinn á morgun eiga flugvélar WOW svo að fljúga til fimm borga í Norður-Ameríku auk Tenerife. Núna er aðeins hægt að bóka miða til spænsku eyjunnar og Toronto en ekki til New York, Baltimore/Washington, Boston eða Montreal.

Líkt og Túristi greindi frá í dag þá eru núna níu þotur eftir í flugflota WOW. Þar af er ein í viðhaldi í Slóveníu og þar sem WOW air mun vera með samkomulag við Isavia um að skilja ávallt eina þotu eftir sem tryggingu á Keflavíkurflugvelli þá er ljóst að félagið getur ekki flogið til átta evrópskra áfangastaða á morgun.

En miðað við í hvaða flugferðir ennþá er hægt að bóka sæti í á þessari stundu þá munu þotur WOW, miðað við núverandi stöðu, fljúga til Las Palmas og Tenerife á morgun. Íslenskir farþegar standa undir þessum tveimur flugleiðum og varla gera má ráð fyrir að á fjórða hundrað 400 farþega eigi bóka far með félaginu á morgun frá spænsku eyjunum.