Samfélagsmiðlar

Reynsla af ferðaþjónustu og flugrekstri mikilvæg

Þórunn Reynisdóttir er í framboði til stjórnar Icelandair. Hún leggur áherslu á víðtæka reynslu sína í ferða- og fluggeiranum.

Þórunn Reynisdóttir er í framboði til stjórnar Icelandair.

Ný stjórn Icelandair verður kjörin á aðalfundi félagsins næstkomandi föstudag, 8. mars. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, er óháður frambjóðandi til stjórnar og hún telur mikilvægt að stjórnarmenn í jafn þjóðhagslega mikilvægu fyrirtæki og Icelandair hafi reynslu á sviði ferðaþjónustu, flugrekstri og af mörkuðum félagsins.

Þórunn hefur sjálf yfir þrjátíu ára reynslu af stjórnunarstörfum í ferðaþjónustu eins og rakið er í tilkynningu. „Þórunn hefur meðal annars haft með höndum stjórnunarstörf hjá hótelum, ferðaskrifstofum og flugfélögum. Hún hóf feril sinn hjá Flugleiðum, þar sem hún hefur varið yfir tuttugu og fimm árum af starfsævi sinni. 26 ára varð Þórunn stöðvarstjóri Flugleiða á Kastrup í Kaupmannahöfn eftir sex ára starf að sölumálum félagsins. Hún var hótelstjóri Hótel Loftleiða í þrjú ár og stýrði sölumálum Hertz bílaleigunnar um sex ára skeið.“

Þórunn var jafnframt forstjóri ferðaskrifstofunnar Destination Europe í Maine, Bandaríkjunum, um sex ára skeið, átti og rak AVIS bílaleiguna á Íslandi í sex ár og starfaði sem sölu og markaðsstjóri Iceland Express. Þórunn var um tíma ráðgjafi Isavia um markaðssókn í Bandaríkjunum.

Auk Þórunnar eru sex aðrir frambjóðendur til stjórnar Icelandair eins og áður hefur verið fjallað um.

Nýtt efni

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …