Wizz Air bætir áfram í Íslandsflugið

Í haust hefst á ný flug milli Íslands og pólsku borgarinnar Kraká.

Frá Kraká. Mynd: Jacek Dylag

Frá því að ungverska lággjaldaflugfélagið Wizz Air hóf að fljúga til Keflavíkurflugvallar vorið 2015 þá hefur félagið boðið upp á reglulegar ferðir hingað frá samtals ellefu borgum. Íslandsflugið Prag og Poznan hefur reyndar verið lagt niður en í haust bætir Wizz air við áætlunarflugi hingað til lands frá pólsku borginni Kraká. Það var Viðskiptablaðið sem sagði fyrst frá viðbótinni.

Iceland Express flaug um langt árabil til Kraká og borgin var líka hluti að leiðakerfi WOW air þegar það félag hóf starfsemi. Og frá og miðjum september geta íslenskir ferðamenn flogið beint til pólsku borgarinnar á ný. Í boði verða brottfarir í viku, á mánudögum og föstudögum. Vélarnar taka á loft frá Keflavíkurflugvelli rétt fyrir kvöldmat og lenda skömmu eftir miðnætti í Póllandi.