Samfélagsmiðlar

WOW áfram á eigin fótum

Viðræður WOW og Indigo Partners gætu staðið yfir fram í lok næsta mánaðar. Það stefnir því í fimmtu mánaðamótin sem WOW fer í gegnum eftir að kaupum Icelandair á félaginu var rift.

Þegar 111 starfsmönnum WOW air og tvö hundruð verktökum var sagt upp störfum um miðjan desember þá sagði Skúli Mogensen að félagið gæti staðið á eigin fótum næstu mánuði. Þá var að fara í hönd erfiðasti tími ársins í flugrekstri líkt og WOW air staðfesti í bréfi til skuldabréfaeigenda um þarsíðustu helgi. Þar sagði að fyrsti fjórðungur ársins væri sá þyngsti og að lausafjárstaða félagsins hefði versnað undanfarið. Til marks um það þá hefur WOW ekki haft bolmagn í að gera upp lífeyrissjóðsgreiðslur starfsmanna.

Og nú styttist í fimmtu mánaðamótin sem WOW þarf að fara í gegnum eftir að Icelandair rifti kaupsamningi sínum í lok nóvember. Það stendur nefnilega ekki lengur til að klára viðræðurnar um fjárfestingu Indigo Partners í WOW í lok þess mánaðar eins og áður hafði verið gefið út. Viðsemjendur ætla að gefa sér tíma til 29. apríl og það eru því allar líkur á að WOW air fái ekki inn aukið fé til rekstursins fyrir næstkomandi mánaðamót.

Viðræðurnar hafa nú staðið yfir í nærri fjóra mánuði og á þeim tíma hefur WOW komið eignum í verð. Fyrst voru lendingaleyfi á Gatwick flugvelli seldi til easyJet og Wizz Air en það síðarnefnda er að stórum hluta í eigu Indigo Partners. Auk þess voru fjórar þotur seldar til Air Canada en þetta voru einu flugvélarnar í flota WOW sem voru í eigu félagsins sjálfs. Átti þessi sölusamingur að skila flugfélaginu um 1,2 milljarði króna í lausafé. Í dag eru engar álíka verðmætar eignir eftir í fyrirtækinu og eins og segir í bréfi til skuldabréfaeigenda þá er lausafjárstaðan ekki góð.

Orðrómur er á kreiki að Indigo Partners hafi hætt samningaviðræðum við Skúla Mogensen í dag. Blaðafulltrúi Indigo Partners, segir í svari til Túrista nú í kvöld, að fyrirtækið neiti að tjá sig um málið. Í svari Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW air, segir að þar sem skuldabréf fyrirtækisins eru skráð í sænsku kauphöllinni þá geti þau ekki tjáð sig á meðan ferlinu stendur.

 

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …