10 best metnu flugfélög heims

Aðeins eitt evrópskt flugfélag kemst á topplista Tripadvisor að þessu sinni.

Flugvél Jet2 við Leifsstöð. Mynd: Isavia

Á ferðasíðunni Tripadvisor er ekki aðeins hægt að gefa veitingahúsum og hótelum einkunn því þar geta flugfarþegar líka látið skoðun sína í ljós. Og nú hefur Tripadvisor unnið úr þessum umsögnum og sett saman árlegan lista yfir bestu flugfélög heims. Að þessu sinni er bara eitt evrópskt og það er breska lággjaldaflugfélagið Jet2.

Það félag hefur í vetur boðið upp á leiguflug til  Íslands fyrir systurfyrirtækið Jet2Holidays. Farþegar sem ætla að hefja ferðalagið hér á landi hafa því ekki getað nýtt sér ferðirnar.

10 best metnu flugfélögin að mati notenda Tripadvisor

  1. Singapore Airlines
  2. Qatar Airways
  3. EVA Air
  4. Emirates
  5. Japan Airlines (JAL)
  6. Southwest Airlines
  7. Azul
  8. Air New Zealand
  9. Jet2
  10. ANA (All Nippon Airways)