Áfanga­staðir sumarsins eftir brott­hvarf WOW air

Með falli WOW air duttu nokkrir af áfangastöðum sumarsins út af sumardagskrá Keflavíkurflugvallar. Hér eru þeir sem eftir standa.

Myndir: Unsplash

Heiti borg­anna Lyon, Detriot, Tel Aviv munu ólík­lega birtast á upplýs­inga­skjáum í Leifs­stöð í sumar því WOW air var eitt um flugið til þessara borga. Og nokkrum dögum áður en rekstur WOW stöðv­aðist þá felldi Icelandair niður flugið til Halifax og Cleve­land. Þar með hefur leiða­kerfi Kefla­vík­ur­flug­vallar dregist saman um fimm áfanga­staði á stuttum tíma.

Samdrátt­urinn er reyndar nokkru meiri þegar borið er saman við úrvalið síðasta sumar. Núna er verður ekkert áætl­un­ar­flug til Los Angeles, St Louis, Cinc­innati og Pitts­burgh í Banda­ríkj­unum og heldur ekki til bresku borg­anna Aber­deen, Belfast og Bristol. Með falli Germania datt svo út flug til þýsku borg­anna Dresden, Bremen og Friedrichs­hafen og í sumar munu þotur Icelandair ekki fljúga reglu­lega til Gauta­borgar. Gjald­þrot Primera air varð svo til þess að Heims­ferðir bjóða ekki upp á ferðir til Trieste á Ítalíu og stærstu ferða­skrif­stofur landsins ætla ekki að sameinast um flug til sólareyj­unnar Mall­orca.

Enginn nýr áfanga­staður bætist við í sumar á Kefla­vík­ur­flug­velli en í haust hefur Wizz air reyndar flug þaðan til Kráká í Póllandi. Íbúar fyrir norðan munu hins vegar geta flogið beint frá Akur­eyri til Rotterdam með Transavia. Það félag ætlar líka að fljúga beint frá Amsterdam til Íslands en félagið hefur lengi haldið úti sumarflugi hingað frá París.