Ánægðari ferðamenn

Fleiri sögðu Íslandsdvölina standa undir væntingum en áður. Verðlagið hér á landi fær líka jákvæðari umsögn.

Ánægja meðal ferðamanna hér á landi mælist há. Mynd: Andrik Langfield on Unsplash

Ferðamannapúlsinn í mældist 85,8 stig af 100 stigum mögulegum í janúar og febrúar. Þetta er hæsta mæling frá því í júní 2016 þegar Ferðamannapúlsinn mældist 85,9 stig samkvæmt því sem segir í frétt á heimasíðu Gallup. Þar segir jafnframt að Ferðamannapúlsinn hafi mælst 3,8 stigum hærri nú í febrúar í samanburði við sama tíma í fyrra.

Að þessu sinni sögðu fleiri ferðalagið peninganna virði en gert hafa síðastliðið ár. Gæti skýringin meðal annars legið í töluverðri veikingu krónunnar á þessu tímabili.  Niðurstöðu Ferðamannapúlsins sýna jafnframt að aldrei áður hefur Íslandsdvöl uppfyllt væntingar eins margra og nú um stundir.

Það eru ferðamenn frá Norður-Ameríku og Bretlandi sem eru ánægðastir með Íslandsdvölina en Bandaríkjamenn og Bretar eru langfjölmennastir í hópi ferðafólks á Íslandi. Minnst ánægja mælist meðal þeirra sem koma hingað frá Asíu og hjá frændþjóðum okkar á hinum Norðurlöndunum.

Ferðamannapúls eftir svæðum:

Mynd: Gallup