Borgirnar sem oftast var flogið til

Það var flogið til fimmtíu og einnar erlendrar borgar auk Akureyrar frá Keflavíkurflugvelli í mars.

Frá London. Mynd: Mike Stezycki / Unsplash

Það voru að jafnaði farnar um tíu ferðir á degi hverjum frá Keflavíkurflugvelli til London í mars. Ferðirnar þangað eru mun tíðari en til annarra borga eins og sjá má töflunni hér fyrir neðan. Það hægist reyndar á fluginu til bresku höfuðborgarinnar á vorin og sumrin enda fjölmenna Bretar aðallega í Íslandsferðir yfir vetrarmánuðina. Þannig komu fleiri Bretar hingað í febrúar í fyrra en samanlagt yfir sumarmánuðina þrjá.

Kaupmannahöfn og New York koma á eftir London þegar litið er til fjölda ferða frá Keflavíkurflugvelli í mars. Eina borgin á topplistanum sem var ekki hluti af leiðakerfi WOW air er Ósló. Það stefnir því í færri ferðir til þessara borga eins og staðan er núna.