Fjölga ferðum til Spánar

Ferðaskrifstofan Vita bætir við þriðju vikulegu brottförinni til Alicante.

Frá Alicante. MYND: VITA

Sala á sumarferðum hjá Vita hefur farið fram úr væntingum og nú þegar eru margar brottfarir uppseldar samkvæmt því sem segir í tilkynningu. Ferðaskrifstofan hefur nú bætt við einni ferð í viku til Alicante og verður nú flogið þangað frá Keflavíkurflugvelli alla þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga með Icelandair.

Alicante er staðsett í hjarta Costa Blanca héraðsins á Spáni, ekki langt frá vinsælum ferðamannastöðum eins og Benidorm, Albir og Calpe. Þangað hafa þotur WOW air og Norwegian flogið reglulega og það síðarnefnda hefur til að mynda flogið til borgarinnar í allan vetur.

Auk Vita þá selja ferðaskrifstofurnar Heimsferðir og Úrval-Útsýn einnig pakkaferðir og staka flugmiða til Alicante.