Samfélagsmiðlar

Segir skuldasöfnun WOW fordæmalausa

Stjórnarformaður flugvélaleigunnar sem á kyrrsettu Airbus þotuna á Keflavíkurflugvelli er harðorður í garð Isavia og hótar að fara í skaðabótamál við fyrirtækið og íslenska ríkið. Forsætisráðherra hefur sagt Isavia með tryggingu fyrir skuldum WOW en fjármálaráðherra hefur ekkert tjáð sig um málið nema með stuttri Twitter færslu síðastliðið haust.

Ein af þotum WOW við Leifsstöð.

Sjö af þeim níu þotum sem voru í flota WOW air undir það síðasta voru í eigu flugvélaleigunnar Air Lease Corporation. Ein af flugvélunum stendur ennþá á Keflavíkurflugvelli þar sem Isavia kyrrsetti hana í kjölfar gjaldþrots WOW air. Fer Isavia fram á að leigusalinn geri upp ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air við Keflavíkurflugvöll.

Þessi krafa virðist koma Steve Udvar-Házy, stofnanda og stjórnarformanns Air Lease Corporation, spánskt fyrir sjónir þrátt fyrir að fyrirtækið sé ein umsvifamesta flugvélaleiga heims með um þrjú hundruð þotur í nærri sjötíu löndum. Í harðorðri yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær vegna málsins er fullyrt að leitað verði allra leiða til að fá hnekkt ákvörðunum Isavia og endurheimta flugvélina.

„Framganga Isavia og krafa um að óskylt fyrirtæki gangist í ábyrgðir fyrir skuldum sem til eru komnar án vitundar þess og Isavia ber sjálft ábyrgð á er í senn ófyrirleitin og óskiljanleg,“ segir Steve Udvar-Házy. Hann segir það líka alvarlegt að Isavia hafi gert upp á milli flugrekenda á Keflavíkurflugvelli með því að leyfa WOW air að safna upp skuld á laun á meðan önnur flugfélög þurftu að standa skil á sínu. Að lokum segir stjórnarformaðurinn að þetta mál hafi valdið Íslandi og íslenskum stjórnvöldum álitshnekki og að fyrirtæki í flugiðnaði fylgist af áhuga með framvindunni.

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem stjórnendur Isavia hafa gripið til kyrrsetninga en í þeim tilvikum voru forsendurnar aðrar og upphæðirnar mun lægri. Íslenskir ráðamenn hafa þó líklega verið upplýstir um veð Isavia í leiguvélum WOW air því þremur dögum fyrir gjaldþrot flugfélagsins sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í viðtali við Rúv, að Isavia hefði ákveðnar tryggingar fyrir skuldum WOW air. Hún fór þó ekki nánar út í hvaða tryggingar það væru.

Í fyrrnefndri yfirlýsingu Air Lease Corporation kemur fram að fyrirtækið ætli að krefja Isavia ohf. og íslenska ríkið um bætur vegna tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna öftrunar Isavia á brottför farþegaþotu félagsins. Kyrrsetningin hefur nú varað í nærri fjórar vikur en gera má ráð fyrir að leiguverð nýlegrar Airbus A321 þotu sé á bilinu 35 til 50 milljónir króna á mánuði. Sú upphæð er hins vegar aðeins lítið brot af heildarskuld WOW air við Isavia og þar með við hið opinbera.

Það er Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem fer með hlut ríkisins í Isavia en hann hefur ekki tjáð sig opinberlega mögulegt milljarða tjón Isavia. Í færslu á Twitter í september síðastliðnum rifjaði hann þó upp leiðara Morgunblaðsins frá haustinu 1980 þar sem til umræðu var möguleg ríkisaðstoð við Icelandair. Tilefni þessarar færslu Bjarna var frétt Morgunblaðsins um vangoldin lendinga- og farþegagjöld WOW air á Keflavíkurflugvelli.

Stjórn Isavia er skipuð pólitískt og það er Sjálfstæðisflokkurinn sem skipar stjórnarformanninn. Á aðalfundi fyrirtækisins í mars síðastliðnum hætti Ingimundur Sigurpálsson sem stjórnarformaður og við tók Orri Hauksson, forstjóri Símans. Björn Óli Hauksson, sem verið hefur forstjóri Isavia sl. áratug, sagði svo starfi sínu lausu í kjölfarið en nýr stjórnformaður neitar því að starfslokin skrifist á fall WOW air. Líkt og Túristi hefur áður bent á þá er Matthías Imsland, varaformaður stjórnar Isavia, einn af stofnendum WOW air. Hann hefur sagt að hann telji sig ekki þurfa að víkja af stjórnarfundum þegar málefni WOW eru til umræðu.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …