Samfélagsmiðlar

Segir skuldasöfnun WOW fordæmalausa

Stjórnarformaður flugvélaleigunnar sem á kyrrsettu Airbus þotuna á Keflavíkurflugvelli er harðorður í garð Isavia og hótar að fara í skaðabótamál við fyrirtækið og íslenska ríkið. Forsætisráðherra hefur sagt Isavia með tryggingu fyrir skuldum WOW en fjármálaráðherra hefur ekkert tjáð sig um málið nema með stuttri Twitter færslu síðastliðið haust.

Ein af þotum WOW við Leifsstöð.

Sjö af þeim níu þotum sem voru í flota WOW air undir það síðasta voru í eigu flugvélaleigunnar Air Lease Corporation. Ein af flugvélunum stendur ennþá á Keflavíkurflugvelli þar sem Isavia kyrrsetti hana í kjölfar gjaldþrots WOW air. Fer Isavia fram á að leigusalinn geri upp ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air við Keflavíkurflugvöll.

Þessi krafa virðist koma Steve Udvar-Házy, stofnanda og stjórnarformanns Air Lease Corporation, spánskt fyrir sjónir þrátt fyrir að fyrirtækið sé ein umsvifamesta flugvélaleiga heims með um þrjú hundruð þotur í nærri sjötíu löndum. Í harðorðri yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær vegna málsins er fullyrt að leitað verði allra leiða til að fá hnekkt ákvörðunum Isavia og endurheimta flugvélina.

„Framganga Isavia og krafa um að óskylt fyrirtæki gangist í ábyrgðir fyrir skuldum sem til eru komnar án vitundar þess og Isavia ber sjálft ábyrgð á er í senn ófyrirleitin og óskiljanleg,“ segir Steve Udvar-Házy. Hann segir það líka alvarlegt að Isavia hafi gert upp á milli flugrekenda á Keflavíkurflugvelli með því að leyfa WOW air að safna upp skuld á laun á meðan önnur flugfélög þurftu að standa skil á sínu. Að lokum segir stjórnarformaðurinn að þetta mál hafi valdið Íslandi og íslenskum stjórnvöldum álitshnekki og að fyrirtæki í flugiðnaði fylgist af áhuga með framvindunni.

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem stjórnendur Isavia hafa gripið til kyrrsetninga en í þeim tilvikum voru forsendurnar aðrar og upphæðirnar mun lægri. Íslenskir ráðamenn hafa þó líklega verið upplýstir um veð Isavia í leiguvélum WOW air því þremur dögum fyrir gjaldþrot flugfélagsins sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í viðtali við Rúv, að Isavia hefði ákveðnar tryggingar fyrir skuldum WOW air. Hún fór þó ekki nánar út í hvaða tryggingar það væru.

Í fyrrnefndri yfirlýsingu Air Lease Corporation kemur fram að fyrirtækið ætli að krefja Isavia ohf. og íslenska ríkið um bætur vegna tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna öftrunar Isavia á brottför farþegaþotu félagsins. Kyrrsetningin hefur nú varað í nærri fjórar vikur en gera má ráð fyrir að leiguverð nýlegrar Airbus A321 þotu sé á bilinu 35 til 50 milljónir króna á mánuði. Sú upphæð er hins vegar aðeins lítið brot af heildarskuld WOW air við Isavia og þar með við hið opinbera.

Það er Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem fer með hlut ríkisins í Isavia en hann hefur ekki tjáð sig opinberlega mögulegt milljarða tjón Isavia. Í færslu á Twitter í september síðastliðnum rifjaði hann þó upp leiðara Morgunblaðsins frá haustinu 1980 þar sem til umræðu var möguleg ríkisaðstoð við Icelandair. Tilefni þessarar færslu Bjarna var frétt Morgunblaðsins um vangoldin lendinga- og farþegagjöld WOW air á Keflavíkurflugvelli.

Stjórn Isavia er skipuð pólitískt og það er Sjálfstæðisflokkurinn sem skipar stjórnarformanninn. Á aðalfundi fyrirtækisins í mars síðastliðnum hætti Ingimundur Sigurpálsson sem stjórnarformaður og við tók Orri Hauksson, forstjóri Símans. Björn Óli Hauksson, sem verið hefur forstjóri Isavia sl. áratug, sagði svo starfi sínu lausu í kjölfarið en nýr stjórnformaður neitar því að starfslokin skrifist á fall WOW air. Líkt og Túristi hefur áður bent á þá er Matthías Imsland, varaformaður stjórnar Isavia, einn af stofnendum WOW air. Hann hefur sagt að hann telji sig ekki þurfa að víkja af stjórnarfundum þegar málefni WOW eru til umræðu.

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …