Segir starfslok ekki skrifast á fall WOW

Nýkjörinn stjórnarformaður Isavia segir leit að nýjum forstjóra Isavia hefjast eftir páska.

Mynd: Isavia

„Það er búið að ganga á ýmsu í umhverfi Isavia eins og allir vita, mikil uppbygging en líka áskor­anir, bæði í nýlið­inni fortíð og á næstu miss­erum,” segir Orri Hauksson, stjórn­ar­formaður Isavia, um ástæður þess að Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, lætur nú að störfum. Orri bendir á að Björni Óli hafi verið búinn sinna stöð­unni lengi og hafi talið þetta vera góðan tíma­punkt til að hleypa nýju fólki að.

„Björn vildi því láta af störfum núna til að ný mann­eskja kæmist hratt inn til fram­tíðar og varð samkomulag um að svo yrði,” segir Orri jafn­framt í svari til Túrista og full­yrðir að uppsögnin eigi ekki tilurð sína í falli WOW eða viðskiptum Isavia við félagið. Morg­un­blaðið greindi frá því í dag að skuld WOW við Isavia væri nærri tveir millj­arðar og hefði eigandi Airbus þotunnar sem Isavia kyrr­setti á Kefla­vík­ur­flug­velli, daginn sem flug­fé­lagið varð gjald­þrota, verið krafinn um greiðslu upphæð­ar­innar.

Ráðn­inga­ferli nýs forstjóra hefst eftir páska að sögn Orra en hann tók sjálfur nýverið við sem stjórn­ar­formaður Isavia eftir að Ingi­mundur Sigurpálsson lét af embættinu á aðal­fundi fyrir­tæk­isins þann 21. mars síðast­liðinn. Ingi­mundur hafði þá verið stjórn­ar­formaður í fimm ár.