Sprungið dekk fríar ekki flugfélagið ábyrgð

Flugfélagið vildi ekki borga sárabætur en farþeginn fékk þær engu að síður að lokum.

heathrow flugtak
Mynd: London Heathrow

Nýverið seinkaði brottför flugfélagsins Eurowings frá Dublin um þrjá og hálfan tíma og ástæðan var sú að eitt af dekkjum þotunnar var sprungið. Ferðinni var heitið til Dusseldorf í Þýskalandi og samkvæmt Evrópureglum þá eiga farþegar rétt á 250 evru skaðabótum, samsvarar um 33 þúsund krónum, ef svo stuttri flugferð seinkar um meira en þrjá tíma. Það var þó aðeins einn farþegi um borð sem sótti rétt sinn en flugfélagið neitaði að borga krónu.

Þar með var málinu ekki lokið því það fór alla leið fyrir dómstól Evrópusambandsins og niðurstaða dómaranna var sú að ekki væri hægt að fallast á málatilbúnað flugfélagsins. Lögfræðingar þess báru nefnilega fyrir sig að skrúfa á flugbrautinni hafi sprengt dekkið og þar með valdið seinkuninni. Farþeganum voru því dæmdar bæturnar sem hann hafði farið fram á.

Hér má sjá hvaða reglur gilda varðandi sárabætur til farþega ef flugferð innan Evrópu, eða til og frá álfunni, seinkar um meira en þrjár klukkustundir:

1500 km flugferð (t.d. flug innanlands eða til Grænlands, Færeyja, Írlands og Skotlands): 250 evrur (um 33 þús. kr.)
1500 til 3500 km flugferð (t.d. til Oslóar, Stokkhólms, Helsinki, Kaupmannahöfn, Hamborg, Frankfurt, Amsterdam og London): 400 evrur (um 53 þús. kr.)
Lengri flugferð en 3500 km: 3 til 4 klst seinkun gefur rétt á 300 evru bótum (um 40 þús. kr) en tvöfalt hærri bætur ef seinkunin er lengri en 4 klst.

Sjá nánar á vef Samgöngustofu