Stærstu hótel heims

Ef þú vilt búa á risastóru hóteli þá gerast þau ekki stærri en þessi fimm.

First World Hotel í Pahang í Malasíu er stærsta hótel heims með hátt í 8 þúsund herbergi. Mynd: Resorts World Genting

Central Hotel í Kaupmannahöfn er, þrátt fyrir virðulegt heiti, minnsta hótel í heimi því þar er aðeins eitt lítið herbergi í útleigu. Á stærsta hóteli í heims eru herbergin hinsvegar miklu fleiri eins og sjá má á lista SvD yfir stærstu hótel heims í herbergjum talið.

Fimm stærstu hótelin:

  1. First World Hotel, Pahang í Malasíu – 7351 herbergi
  2. The Venetian, Las Vegas í Bandaríkjunum – 7117 herbergi
  3. MGM Grand, Las Vegas í Bandaríkjunum – 6852 herbergi
  4. City Center, Las Vegas í Bandaríkjunum – 6790 herbergi
  5. Sands Cotai Centreal, Macau í Kína – 6000 herbergi

Þess má geta að stærsta hóteli á Íslandi er Fosshótel Reykjavík en þar eru herbergin 320 talsins.