Þrifalegustu flugfélögin

Hreinlætinu mun oft vera ábótavant í háloftunum en þessi flugfélög standa sig í stykkinu.

Mynd: Gerrie Van Der Walt / Unsplash

Athuganir hafa leitt í ljós að bakteríuflóran á koddum og teppum um borð í flugvélum getur verið alltof lífleg og verst er ástandið á borðunum sem  farþegar nota undir mat og annan varning. Ný rannsókn Skytrax á hreinlætinu í farþegarýmum leiðir hins vegar í ljós að snyrtipinnar ættu helst að fljúga með asískum flugfélögum eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Snyrtilegustu farþegarýmin:

  1. ANA All Nippon Airways
  2. EVA Air
  3. Asiana Airlines
  4. Singapore Airlines
  5. Japan Airlines
  6. Cathay Pacific Airways
  7. Qatar Airways
  8. Swiss International Air Lines
  9. Hainan Airlines
  10. Lufthansa