Vægi hótela í höfuðborginni hefur dregist saman

Samanburður á milli landshluta sýnir að hótel út á landi hafa náð til sín stærri hluta af markaðnum.

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com
Frá Reykjavík. Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Nærri átta af hverjum tíu gistinóttum sem útlendingar bókuðu á íslenskum hótelum, fyrstu þrjá mánuði ársins 2015, voru á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma í ár var vægi hótelmarkaðarins í Reykjavík og nágrenni rétt um 67 prósent. Á þessu fimm ára tímabili hefur gistinóttum á íslenskum hótelum fjölgað 78 prósent.

Hagstofan birti í dag gistináttatölur fyrir mars og þar með er hægt að gera samanburð á hótelgistingu fyrir fyrsta fjórðung ársins. Tölurnar ná einnig hefur nýtingu hótelherbergja og hefur hún farið hækkandi á hótelum út á landi síðustu ár en lækkandi á höfuðborgarsvæðinu. Hafa ber í huga að tímasetning páska hefur áhrif á gistináttatölur í mars og apríl.