Einn besti áfanga­staður Evrópu

Norðurstrandarleiðin verður formlega opnuð þann 8. júní en hún hefur þegar fengið töluverða umfjöllun í erlendu ferðapressunni. Nú síðast í Lonely Planet.

Mynd: Markaðsstofa Norðurlands

Norð­ur­strand­ar­leið eða Arctic Coast Way eins og hún heitir á ensku er á lista Lonely Planet yfir þá tíu áfanga­staði í Evrópu sem best er að heim­sækja. Lonely Planet sem er einn vinsæl­asti útgef­andi ferða­hand­bóka í heim­inum og hefur mikla útbreiðslu.

Í umfjöllun Lonely Planet segir meðal annars að á Norð­ur­strand­ar­leið­inni sé að finna allt það besta sem Íslandi hafi að bjóða, en um fáfarnari slóðir. „Frá sögu­slóðum til miðstöðva hvala­skoð­unar, þá býður hvert lítið þorp og bær upp á innsýn inn í lífið á toppi verald­ar­innar,“ segir í umsögn á vef útgef­andans.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Mark­aðs­stofu Norð­ur­lands segir að val Lonely Planet sé mikil viður­kenning fyrir allt það starf sem nú þegar hefur verið unnið við að koma Arctic Coast Way af stað, en leiðin verður form­lega opnuð þann 8. júní næst­kom­andi. „Með þróun Norð­ur­strand­ar­leiðar, verður til aðdrátt­arafl fyrir ferða­menn sem vilja halda sig utan alfara­leiðar og gera það með því að fara meðfram strand­lengju Norð­ur­lands. Samtals er leiðin um 900 kíló­metra löng, með 21 bæ eða þorpi og fjórum eyjum sem auðveld­lega er að hægt að komast út í með bát eða ferju. Ferða­fólk sem fer þessa leið fær tæki­færi til að ná betri tengslum við nátt­úruna, litskrúðugt menn­ing­arlíf og einnig hið daglegt amstur þeirra sem búa í nálægt við norð­ur­heim­skauts­bauginn,” að því fram kemur í tilkynn­ingu.