Samfélagsmiðlar

Engin áform um aukið Íslandsflug í vetur

Stjórnendur stærstu flugfélagasamsteypu Evrópu sjá ekki tækifæri í að fjölga ferðunum til Keflavíkurflugvallar.

Innan Lufthansa Group eru fimm alþjóðleg flugfélög auk nokkurra minni félaga.

Flugfélögin innan Lufthansa Group flugu í fyrra með rúmlega 142 milljónir farþega og telst fyrirtækið vera það umsvifamesta í Evrópu þegar kemur að flugsamgöngum. Auk þýska flugfélagsins Lufthansa þá eru Austrian Airlines, SWISS, Eurowings og Brussel Airlines hluti að samsteypunni og því til viðbótar rekur fyrirtækið leiguflugfélög og áætlunarfélög innan Evrópu.

Þrátt fyrir stærðina og sífellt tíðari ferðir til skandinavískra áfangastaða þá fljúga þotur Lufthansa og dótturfélaga þess ekki oft hingað til lands. Lufthansa sjálft býður upp á sumarflug hingað frá bæði Frankfurt og Munchen og því til viðbótar er hægt að fljúga með Austrian Airlines hingað frá Vínarborg og með Eurowings frá Köln og Hamborg yfir hásumarið. Á veturna takmarkast flugið hins vegar við þrjár ferðir í viku með Lufthansa til Frankfurt og síðustu ár hefur félagið verið í samkeppni við bæði Icelandair og WOW air á þeirri flugleið.

Þotur íslensku félaganna flugu allt að daglega til þýsku borgarinnar síðastliðinn vetur og þrátt fyrir það skarð sem WOW air skilur nú eftir sig á markaðnum þá sjá stjórnendur Lufthansa ekki tækifæri í að fjölga ferðunum hingað. Í svari við fyrirspurn Túrista segir Boris Ogursky, talsmaður félagsins, að á komandi vetri verði haldið áfram að fljúga þrisvar í viku til Íslands frá Frankfurt og á þessu stigi séu ekki ráðgerðar neinar breytingar á þeirri áætlun. Varðandi sumarið þá segir Ogursky að Lufthansa munu mögulega nýta stærri gerðina af Airbus A320 þotum í flugið til Íslands þá daga sem eftirspurnin standi undir þess háttar breytingum.

Sem fyrr segir er Lufthansa mjög umsvifamikið í fólksflutningum innan Evrópu en einnig til og frá álfunni. Farþegarnir sem fljúga með félaginu hingað til lands koma því víða að líkt og fram hefur komið í viðtölum Túrista við forsvarsmenn félagsins. Þannig sýndi tölfræði félagsins að Þjóðverjar fylla tæplega þrjú af hverjum tíu sætum í Íslandsflugi Lufthansa. Ítalír, Ísraelar, Frakkar og Kínverjar eru einnig fjölmennir um borð og þá voru Íslendingar um 8 af hverjum 100 farþegum.

 

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …