Samfélagsmiðlar

Ferðamálin fái á ný eigin stofnun

Það er órói innan norska ferðageirans vegna tillagna sem snúa að breyttu fyrirkomulagi á skipulagningu greinarinnar, kynningarmálum og framlögum frá hinu opinbera.

Ferðamaður í Noregi.

Í Noregi heyrir markaðssetning og kynning á landinu sem ferðamannastað undir Innovasjon Norge og hefur stofnunin jafnframt hefur það verkefni að styðja við norska útflytjendur og auðvelda þeim að koma sér á framfæri í útlöndum. Hér á landi er það Íslandsstofa sem hefur þessi mál á sinni könnu og er hún á margan hátt sambærileg stofnun og Innovasjon Norge. Sú norska var stofnuð árið 2004 og tók þá yfir öll verkefni norska ferðamálaráðsins á meðan Íslandsstofa fékk eingöngu kynningarhlutann frá Ferðamálastofu þegar hún var sett á laggirnar árið 2010.

Fyrirkomulagið í Noregi hefur því verið í gildi í fimmtán ár en í nýrri úttekt á vegum norsku ríkisstjórnarinnar er mælt með því að ferðamálin verði skilin frá Innnovasjon Norge og sett í sérstofnun á vegum hins opinbera. Er það mat skýrsluhöfunda að með þessu fáist aukin skilvirkni í starfsemina og forgangsröðun verði í takt við þarfir og óskir atvinnugreinarinnar samkvæmt því sem fram kemur í frétt Dagens Næringsliv. Þar er rætt við forstjóra Hurtigruten og Scandic hótelanna, tveggja stórfyrirtækja í greininni, sem báðir segjast vera stuðningsmenn tillögurnar þar sem þeir telja ekki nægan fókus á ferðamálin í dag innan Innovasjon Norge. Forstjórarnir vilja þó hvorugir að ný stofnun yrði aðeins rekin af ríkinu heldur vilja þeir frekar að hún verði samstarfsvettvangur atvinnulífsins og hins opinbera og vísa þar til fyrirkomulagsins í Danmörku og Svíþjóð. Þetta er einnig sá grunnur sem Íslandsstofa byggir á. Meðal efasemdamanna um að færa ferðamálin í sérstofnun er hins vegar viðskiptaráðherrann sjálfur, Torbjørn Røe Isaksen, sem telur það vera kost að útflutningsgreinarnar séu undir einum hatti.

Möguleg endurreisn norska ferðamálaráðið er ekki eina málið sem veldur titringi í ferðaþjónustunni þar í landi nú um mundir. Tillaga um verulegan niðurskurð á fjármagni til kynningar og markaðssetningar á Noregi sem áfangastað er líka umdeild. Þar er rætt um að skera niður framlag hins opinbera til málaflokksins um nærri sjö hundruð milljónir króna (50 milljónir norskra) sem jafngildir um fimmtungs samdrætti og er það mat skýrsluhöfunda að það muni ekki hafa neikvæð áhrif á fjölda ferðamanna. Niðurstöður annarrar úttektar, sem unnin var fyrir viðskiptaráðuneytið norska, styðja við þennan niðurskurð en þar er m.a. lagt til að kynning á Noregi sem ferðamannastað eigi að aðallega að byggja á bættri upplýsingagjöf til þeirra sem koma til landsins í stað þess að laða að fleiri ferðamenn.

Forsvarsfólk ferðaþjónustufyrirtækja hefur gagnrýnt niðurstöður þessara tveggja úttekta. „Það að skera niður framlagið til Visit Norway er veðmál sem verður að byggja á mun betri grunni en þessar tvær skýrslur eru,“ segir varaformaður samtaka ferðaþjónustunnar í Noregi í viðtali við Dagens Næringsliv.

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …