Fimmt­ungi færri flugu innan­lands

Það fóru rúmlega fjórtán þúsund færri farþegar um innanlandsflugvelli landsins í apríl. Forstjóri Ernis segir skýringarnar á ástandinu margvíslegar og bendir til að mynda á samkeppni við ríkisstyrktar ferjur og strætisvagnaferðir út á land.

Um fjórðungi færri fóru um Akureyrarflugvöll í april. Mynd: Markaðsstofa Norðurlands

Þrátt fyrir að öll páskaum­ferðin í ár hafi talist til apríl­mán­aðar þá fóru 21 prósent færri farþegar um innan­lands­flug­vellina að þessu sinni í saman­burði við sama tíma í fyrra. Þá voru páskar um mánaða­mótin mars apríl og dreifðist traffíkin í kringum hátíð­arnar þar með yfir mánuðina báða í fyrra.

Hinn mikli samdráttur á innan­lands­flug­völl­unum að þessu sinni er mismun­andi eftir stöðum því á Reykja­vík­ur­flug­velli fækkaði farþegum um þrettán af hundraði á meðan hann nam fjórð­ungi á Akur­eyr­arflug­velli, 27 prósentum á Egils­stöðum og nærri þriðj­ungi á minni flug­völl­unum.

Árni Gunn­arsson, fram­kvæmda­stjóri Air Iceland Connect segir aðspurður að samdrátt­urinn í innan­lands­flugi félagsins í apríl sé veru­lega minni en talning Isavia sýni og segir það líklegast að skýr­inguna sé að finna hjá öðrum félögum. Og hinn mikli samdráttur í farþe­ga­taln­ingu Isavia kemur Herði Guðmundsson, forstjóra Flug­fé­lagsins Ernir, ekki á óvart. Hann segir að veru­legur samdráttur hafi orðið í fjölda farþega í innan­lands­fluginu síðustu mánuði og hann telur ástæðuna meðal annars vera þá að fyrir­tæki og einstak­lingar haldi að sér höndum varð­andi flug og ferðir almennt til og frá lands­byggð­inni og Reykja­víkur.

„Atvinna er víða að dragast saman og minni eða hægari uppbygging innviða út um land. Það hefur einnig haft að gera að loðnu­vertíð brást en það hefur alltaf verið innspýting í atvinnulíf á lands­byggðini þegar hún skilar sér. Tölu­verð uppbygging á m.a. hótelum út um land hafa aukið flug­um­ferð iðnað­ar­manna undan­farin ár en túristum hefur eitt­hvað fækkað svo fjár­fest­ingar í ferða­þjón­ustu á lands­bygð­inni hefur ekki verið að skila mörgum þeim vænt­ingum sem bornar voru til aukn­ingu ferða­manna,” segir Hörður.

Það er fleira sem spilar inní að mati Harðar og nefnir hann sem dæmi að samkeppni við „ríkis­styrkta ferju” til Vest­manna­eyja hafi áhrif og eins njóti stræt­is­vagna­ferðir til Horna­fjarðar, Húsa­víkur og víðar styrkja frá hinu opin­bera. „Íbúi í Vest­manna­eyjum greiðir 800 krónur fyrir sigl­ingu upp á Land­eyj­arsand en við sem ekki búum í Eyjum greiðum 1600 krónur.”

Verð­lagning hjá flug­fé­laginu sjálfur hefur líka sitt að segja því Ernir hefur boðið aðilda­fé­lögum verka­lýðs­fé­laga uppá sérkjör þar sem verð á farmiða, t.d. milli Vest­manna­eyja og Reykja­víkur, kostar 8.900 krónur. „Við gerðum ráð fyrir að u.þ.b. tíundi hver farþegi myndi nýta sé þessi kjör en landinn er fljótur að læra og hefur fjöldi manns á viðkomu­stöðum okkar gengið í verkó til að fá ódýrt flug. Nú svo komið að um fjórð­ungur allra farþega á suma staði flýgur á verðum sem eru langt undir kosntaði. Þrátt fyrir vild­ar­kjör fækkar flug­far­þegum um þessar mundir,” segir Hörður sem segir það sína reynslu að fólks­flutn­ingar í flugi innan­lands séu einn skýr­asti mæli­kvarðinn á atvinnu­horfur og vænt­ingar íbúa á lands­byggð­inni. „Það dregur fljótt úr ferða­gleð­inni í samdrætti og afla­leysi en er einnig fljótt að koma til baka um leið og atvinnu­lífið hjarnar við. Gott dæmi þessu til stuðn­ings, þó lítið sé, er flug um Bíldudal en það er eini stað­urinn þar sem ekki hefur dregið úr umferð undan­farna mánuði. Þar er gott atvinnu­ástand í laxeldinu og kalk­þör­unga­vinnslu um þessar mundir. Ef lands­byggðin nær ekki að blómstra atvinnu­lega séð þá dregur úr öllu og fluginu einna fyrst.”

Þess bera að geta að í farþega­tölum um innan­lands­flug­vellina eru meðtaldir farþegar í einka­flugi, útsýn­is­flugi og alþjóða­flugi. Þannig hefur flug bresku ferða­skrif­stof­unnar Super Break haft jákvæð áhrif á fjölda farþega á Akur­eyri yfir vetr­ar­mán­uðina en skýrir ekki breyt­ing­arnar núna í apríl. Það sama má segja um flutning á Færeyja­flugi Atlantic Airways frá Reykjavík til Kefla­vík­ur­flug­vallar.