Samfélagsmiðlar

Fimmtungi færri flugu innanlands

Það fóru rúmlega fjórtán þúsund færri farþegar um innanlandsflugvelli landsins í apríl. Forstjóri Ernis segir skýringarnar á ástandinu margvíslegar og bendir til að mynda á samkeppni við ríkisstyrktar ferjur og strætisvagnaferðir út á land.

Um fjórðungi færri fóru um Akureyrarflugvöll í april.

Þrátt fyrir að öll páskaumferðin í ár hafi talist til aprílmánaðar þá fóru 21 prósent færri farþegar um innanlandsflugvellina að þessu sinni í samanburði við sama tíma í fyrra. Þá voru páskar um mánaðamótin mars apríl og dreifðist traffíkin í kringum hátíðarnar þar með yfir mánuðina báða í fyrra.

Hinn mikli samdráttur á innanlandsflugvöllunum að þessu sinni er mismunandi eftir stöðum því á Reykjavíkurflugvelli fækkaði farþegum um þrettán af hundraði á meðan hann nam fjórðungi á Akureyrarflugvelli, 27 prósentum á Egilsstöðum og nærri þriðjungi á minni flugvöllunum.

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir aðspurður að samdrátturinn í innanlandsflugi félagsins í apríl sé verulega minni en talning Isavia sýni og segir það líklegast að skýringuna sé að finna hjá öðrum félögum. Og hinn mikli samdráttur í farþegatalningu Isavia kemur Herði Guðmundsson, forstjóra Flugfélagsins Ernir, ekki á óvart. Hann segir að verulegur samdráttur hafi orðið í fjölda farþega í innanlandsfluginu síðustu mánuði og hann telur ástæðuna meðal annars vera þá að fyrirtæki og einstaklingar haldi að sér höndum varðandi flug og ferðir almennt til og frá landsbyggðinni og Reykjavíkur.

„Atvinna er víða að dragast saman og minni eða hægari uppbygging innviða út um land. Það hefur einnig haft að gera að loðnuvertíð brást en það hefur alltaf verið innspýting í atvinnulíf á landsbyggðini þegar hún skilar sér. Töluverð uppbygging á m.a. hótelum út um land hafa aukið flugumferð iðnaðarmanna undanfarin ár en túristum hefur eitthvað fækkað svo fjárfestingar í ferðaþjónustu á landsbygðinni hefur ekki verið að skila mörgum þeim væntingum sem bornar voru til aukningu ferðamanna,“ segir Hörður.

Það er fleira sem spilar inní að mati Harðar og nefnir hann sem dæmi að samkeppni við „ríkisstyrkta ferju“ til Vestmannaeyja hafi áhrif og eins njóti strætisvagnaferðir til Hornafjarðar, Húsavíkur og víðar styrkja frá hinu opinbera. „Íbúi í Vestmannaeyjum greiðir 800 krónur fyrir siglingu upp á Landeyjarsand en við sem ekki búum í Eyjum greiðum 1600 krónur.“

Verðlagning hjá flugfélaginu sjálfur hefur líka sitt að segja því Ernir hefur boðið aðildafélögum verkalýðsfélaga uppá sérkjör þar sem verð á farmiða, t.d. milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur, kostar 8.900 krónur. „Við gerðum ráð fyrir að u.þ.b. tíundi hver farþegi myndi nýta sé þessi kjör en landinn er fljótur að læra og hefur fjöldi manns á viðkomustöðum okkar gengið í verkó til að fá ódýrt flug. Nú svo komið að um fjórðungur allra farþega á suma staði flýgur á verðum sem eru langt undir kosntaði. Þrátt fyrir vildarkjör fækkar flugfarþegum um þessar mundir,“ segir Hörður sem segir það sína reynslu að fólksflutningar í flugi innanlands séu einn skýrasti mælikvarðinn á atvinnuhorfur og væntingar íbúa á landsbyggðinni. „Það dregur fljótt úr ferðagleðinni í samdrætti og aflaleysi en er einnig fljótt að koma til baka um leið og atvinnulífið hjarnar við. Gott dæmi þessu til stuðnings, þó lítið sé, er flug um Bíldudal en það er eini staðurinn þar sem ekki hefur dregið úr umferð undanfarna mánuði. Þar er gott atvinnuástand í laxeldinu og kalkþörungavinnslu um þessar mundir. Ef landsbyggðin nær ekki að blómstra atvinnulega séð þá dregur úr öllu og fluginu einna fyrst.“

Þess bera að geta að í farþegatölum um innanlandsflugvellina eru meðtaldir farþegar í einkaflugi, útsýnisflugi og alþjóðaflugi. Þannig hefur flug bresku ferðaskrifstofunnar Super Break haft jákvæð áhrif á fjölda farþega á Akureyri yfir vetrarmánuðina en skýrir ekki breytingarnar núna í apríl. Það sama má segja um flutning á Færeyjaflugi Atlantic Airways frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar.

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …