Samfélagsmiðlar

Fimmtungi færri flugu innanlands

Það fóru rúmlega fjórtán þúsund færri farþegar um innanlandsflugvelli landsins í apríl. Forstjóri Ernis segir skýringarnar á ástandinu margvíslegar og bendir til að mynda á samkeppni við ríkisstyrktar ferjur og strætisvagnaferðir út á land.

Um fjórðungi færri fóru um Akureyrarflugvöll í april.

Þrátt fyrir að öll páskaumferðin í ár hafi talist til aprílmánaðar þá fóru 21 prósent færri farþegar um innanlandsflugvellina að þessu sinni í samanburði við sama tíma í fyrra. Þá voru páskar um mánaðamótin mars apríl og dreifðist traffíkin í kringum hátíðarnar þar með yfir mánuðina báða í fyrra.

Hinn mikli samdráttur á innanlandsflugvöllunum að þessu sinni er mismunandi eftir stöðum því á Reykjavíkurflugvelli fækkaði farþegum um þrettán af hundraði á meðan hann nam fjórðungi á Akureyrarflugvelli, 27 prósentum á Egilsstöðum og nærri þriðjungi á minni flugvöllunum.

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir aðspurður að samdrátturinn í innanlandsflugi félagsins í apríl sé verulega minni en talning Isavia sýni og segir það líklegast að skýringuna sé að finna hjá öðrum félögum. Og hinn mikli samdráttur í farþegatalningu Isavia kemur Herði Guðmundsson, forstjóra Flugfélagsins Ernir, ekki á óvart. Hann segir að verulegur samdráttur hafi orðið í fjölda farþega í innanlandsfluginu síðustu mánuði og hann telur ástæðuna meðal annars vera þá að fyrirtæki og einstaklingar haldi að sér höndum varðandi flug og ferðir almennt til og frá landsbyggðinni og Reykjavíkur.

„Atvinna er víða að dragast saman og minni eða hægari uppbygging innviða út um land. Það hefur einnig haft að gera að loðnuvertíð brást en það hefur alltaf verið innspýting í atvinnulíf á landsbyggðini þegar hún skilar sér. Töluverð uppbygging á m.a. hótelum út um land hafa aukið flugumferð iðnaðarmanna undanfarin ár en túristum hefur eitthvað fækkað svo fjárfestingar í ferðaþjónustu á landsbygðinni hefur ekki verið að skila mörgum þeim væntingum sem bornar voru til aukningu ferðamanna,“ segir Hörður.

Það er fleira sem spilar inní að mati Harðar og nefnir hann sem dæmi að samkeppni við „ríkisstyrkta ferju“ til Vestmannaeyja hafi áhrif og eins njóti strætisvagnaferðir til Hornafjarðar, Húsavíkur og víðar styrkja frá hinu opinbera. „Íbúi í Vestmannaeyjum greiðir 800 krónur fyrir siglingu upp á Landeyjarsand en við sem ekki búum í Eyjum greiðum 1600 krónur.“

Verðlagning hjá flugfélaginu sjálfur hefur líka sitt að segja því Ernir hefur boðið aðildafélögum verkalýðsfélaga uppá sérkjör þar sem verð á farmiða, t.d. milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur, kostar 8.900 krónur. „Við gerðum ráð fyrir að u.þ.b. tíundi hver farþegi myndi nýta sé þessi kjör en landinn er fljótur að læra og hefur fjöldi manns á viðkomustöðum okkar gengið í verkó til að fá ódýrt flug. Nú svo komið að um fjórðungur allra farþega á suma staði flýgur á verðum sem eru langt undir kosntaði. Þrátt fyrir vildarkjör fækkar flugfarþegum um þessar mundir,“ segir Hörður sem segir það sína reynslu að fólksflutningar í flugi innanlands séu einn skýrasti mælikvarðinn á atvinnuhorfur og væntingar íbúa á landsbyggðinni. „Það dregur fljótt úr ferðagleðinni í samdrætti og aflaleysi en er einnig fljótt að koma til baka um leið og atvinnulífið hjarnar við. Gott dæmi þessu til stuðnings, þó lítið sé, er flug um Bíldudal en það er eini staðurinn þar sem ekki hefur dregið úr umferð undanfarna mánuði. Þar er gott atvinnuástand í laxeldinu og kalkþörungavinnslu um þessar mundir. Ef landsbyggðin nær ekki að blómstra atvinnulega séð þá dregur úr öllu og fluginu einna fyrst.“

Þess bera að geta að í farþegatölum um innanlandsflugvellina eru meðtaldir farþegar í einkaflugi, útsýnisflugi og alþjóðaflugi. Þannig hefur flug bresku ferðaskrifstofunnar Super Break haft jákvæð áhrif á fjölda farþega á Akureyri yfir vetrarmánuðina en skýrir ekki breytingarnar núna í apríl. Það sama má segja um flutning á Færeyjaflugi Atlantic Airways frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …