Samfélagsmiðlar

Fimmtungi færri flugu innanlands

Það fóru rúmlega fjórtán þúsund færri farþegar um innanlandsflugvelli landsins í apríl. Forstjóri Ernis segir skýringarnar á ástandinu margvíslegar og bendir til að mynda á samkeppni við ríkisstyrktar ferjur og strætisvagnaferðir út á land.

Um fjórðungi færri fóru um Akureyrarflugvöll í april.

Þrátt fyrir að öll páskaumferðin í ár hafi talist til aprílmánaðar þá fóru 21 prósent færri farþegar um innanlandsflugvellina að þessu sinni í samanburði við sama tíma í fyrra. Þá voru páskar um mánaðamótin mars apríl og dreifðist traffíkin í kringum hátíðarnar þar með yfir mánuðina báða í fyrra.

Hinn mikli samdráttur á innanlandsflugvöllunum að þessu sinni er mismunandi eftir stöðum því á Reykjavíkurflugvelli fækkaði farþegum um þrettán af hundraði á meðan hann nam fjórðungi á Akureyrarflugvelli, 27 prósentum á Egilsstöðum og nærri þriðjungi á minni flugvöllunum.

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir aðspurður að samdrátturinn í innanlandsflugi félagsins í apríl sé verulega minni en talning Isavia sýni og segir það líklegast að skýringuna sé að finna hjá öðrum félögum. Og hinn mikli samdráttur í farþegatalningu Isavia kemur Herði Guðmundsson, forstjóra Flugfélagsins Ernir, ekki á óvart. Hann segir að verulegur samdráttur hafi orðið í fjölda farþega í innanlandsfluginu síðustu mánuði og hann telur ástæðuna meðal annars vera þá að fyrirtæki og einstaklingar haldi að sér höndum varðandi flug og ferðir almennt til og frá landsbyggðinni og Reykjavíkur.

„Atvinna er víða að dragast saman og minni eða hægari uppbygging innviða út um land. Það hefur einnig haft að gera að loðnuvertíð brást en það hefur alltaf verið innspýting í atvinnulíf á landsbyggðini þegar hún skilar sér. Töluverð uppbygging á m.a. hótelum út um land hafa aukið flugumferð iðnaðarmanna undanfarin ár en túristum hefur eitthvað fækkað svo fjárfestingar í ferðaþjónustu á landsbygðinni hefur ekki verið að skila mörgum þeim væntingum sem bornar voru til aukningu ferðamanna,“ segir Hörður.

Það er fleira sem spilar inní að mati Harðar og nefnir hann sem dæmi að samkeppni við „ríkisstyrkta ferju“ til Vestmannaeyja hafi áhrif og eins njóti strætisvagnaferðir til Hornafjarðar, Húsavíkur og víðar styrkja frá hinu opinbera. „Íbúi í Vestmannaeyjum greiðir 800 krónur fyrir siglingu upp á Landeyjarsand en við sem ekki búum í Eyjum greiðum 1600 krónur.“

Verðlagning hjá flugfélaginu sjálfur hefur líka sitt að segja því Ernir hefur boðið aðildafélögum verkalýðsfélaga uppá sérkjör þar sem verð á farmiða, t.d. milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur, kostar 8.900 krónur. „Við gerðum ráð fyrir að u.þ.b. tíundi hver farþegi myndi nýta sé þessi kjör en landinn er fljótur að læra og hefur fjöldi manns á viðkomustöðum okkar gengið í verkó til að fá ódýrt flug. Nú svo komið að um fjórðungur allra farþega á suma staði flýgur á verðum sem eru langt undir kosntaði. Þrátt fyrir vildarkjör fækkar flugfarþegum um þessar mundir,“ segir Hörður sem segir það sína reynslu að fólksflutningar í flugi innanlands séu einn skýrasti mælikvarðinn á atvinnuhorfur og væntingar íbúa á landsbyggðinni. „Það dregur fljótt úr ferðagleðinni í samdrætti og aflaleysi en er einnig fljótt að koma til baka um leið og atvinnulífið hjarnar við. Gott dæmi þessu til stuðnings, þó lítið sé, er flug um Bíldudal en það er eini staðurinn þar sem ekki hefur dregið úr umferð undanfarna mánuði. Þar er gott atvinnuástand í laxeldinu og kalkþörungavinnslu um þessar mundir. Ef landsbyggðin nær ekki að blómstra atvinnulega séð þá dregur úr öllu og fluginu einna fyrst.“

Þess bera að geta að í farþegatölum um innanlandsflugvellina eru meðtaldir farþegar í einkaflugi, útsýnisflugi og alþjóðaflugi. Þannig hefur flug bresku ferðaskrifstofunnar Super Break haft jákvæð áhrif á fjölda farþega á Akureyri yfir vetrarmánuðina en skýrir ekki breytingarnar núna í apríl. Það sama má segja um flutning á Færeyjaflugi Atlantic Airways frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar.

Nýtt efni

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …