Samfélagsmiðlar

Fljúga daglega frá Minneapolis og New York í sumar

Í vikulok hefjast sumarferðir Delta Air Lines frá Minneapolis til Íslands. Félagið býður jafnframt upp á heilsársflug hingað frá New York. Samtals verða sæti fyrir 5400 farþega í viku hverri frá borgunum tveimur.

Boeing 757-200 þota Delta á Keflavíkurflugvelli.

Fjögur stærstu flugfélög Norður-Ameríku fljúga öll hingað til lands en Delta Air Lines var fyrst þeirra til að hefja Íslandsflug og er jafnframt það eina sem flýgur hingað allt árið. Frá JFK flugvelli í New York koma þotur félagsins nefnilega allan ársins hring og á sumrin bætist við daglegt flug frá Minneapolis. Á föstudaginn er komið að fyrstu áætlunarferð ársins þaðan og þar með verða brottfarir Delta frá Keflavíkurflugvelli tvær á dag næstu mánuði.

„Alls býður Delta 5.400 flugsæti á viku milli Íslands og Bandaríkjanna í sumar, þegar eftirspurnin er hvað mest,“ segir Roberto Ioriatti, framkvæmdastjóri Atlantshafsflugs Delta Air Lines. „Við reynum að skera okkur úr með fjölbreyttum þægindum og þjónustu meðan á fluginu stendur til að gera sérhverja ferð að ánægjulegri upplifun, og þeir sem greiða lægstu fargjöldin eru þar ekki undanskildir.“

Bandaríkjamenn eru fjölmennastir erlendra ferðamanna hér á landi. Frá því í mars 2018 til febrúar á þessu ári komu 685.000 þeirra með flugi. Delta vonast til að með sumaráætlun sinni, þar með talið 193 sætum í daglegu flugi frá Minneapolis, leggi félagið sitt lóð á vogarskálarnar fyrir íslenska ferðaþjónustu samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu.

Icelandair hefur lengi flogið til Minneapolis og kannast ófáir Íslendingar við Mall of America, helstu verslunarmiðstöð borgarinnar. Í nágrenni við Minneapolis og systurborgina St. Paul bjóðast líka fjölbreyttir möguleikar fyrir útivistarfólk allan ársins hring. Kajaksiglingar eru vinsælar, enda státar Minnesota af 10 þúsund vötnum. Til fjalla finnast flúðasiglingar og fallahjólreiðar ásamt þúsundum kílómetra af göngustígum með stórkostlegu útsýni í kaupbæti.

Innifalið í fargjaldinu með Delta til Bandaríkjanna á öllum farrýmum eru veitingar um borð, þar á meðal máltíðir, vín, bjór, freyðivín, gosdrykkir og að sjálfsögðu úrvals þjónusta. Allir farþegar hafa aðgang að afþreyingarkerfi og geta nýtt sér ókeypis samskiptatengingar með Messenger, WhatsApp og iMessage. Hægt er að tengjast háhraða interneti gegn vægu gjaldi. Enn meiri þægindi og úrval bjóðast svo á Delta Comfort+ og DeltaOne farrýmunum segir i tilkynningu.

Nýtt efni

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …