Hlutu þjón­ustu­verð­laun Kefla­vík­ur­flug­vallar

Gleraugnabúðin Optical Studio og veitingastaðurinn Mathús komu best út úr könnunum á þjónustunni í Leifsstöð.

Mynd: Isavia

Þjón­ustu­verð­laun Isavia fyrir árið 2018 voru afhent við hátíð­lega athöfn í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar í vikunni. Að þessu sinni féllu þjón­ustu­verð­laun verslana í hlut sjón­tækja­versl­un­ar­innar Optical Studio en í flokki veit­inga­staða var það Mathús sem var hlut­skarpast. Þetta kemur fram í tilkynn­ingu frá Isavia.

Þar segir jafn­framt að niður­staðan byggi á mark­aðs­rann­sóknum og könn­unum sem gerðar eru á Kefla­vík­ur­flug­velli. Meðal þeirra þátta sem litið er til er hvenrig afgreiðslu­fólk nálgast viðskipta­vini og hvort bæði vörur og upplýs­ingar um verð séu aðgengi­legar.

Morg­un­blaðið greindi frá því í gær að þrátt fyrir samdrátt í verslun og veit­inga­sölu í Leifs­stöð í ár þá hefði velta á hvern farþega aukist. Ein af skýr­ing­unum á þessari þróun er sú að nú er ekki eins þröngt á þingi í flug­stöð­inni og þar með má gera ráð fyrir að biðraðir hafi styst. Tengifar­þegum hefur líka fækkað eftir brott­hvarf WOW air og þeir versluðu almennt minna og keyptu færri veit­ingar samkvæmt því sem fram kemur frétt Morg­un­blaðsins.