Landsréttur hafnar kröfur eiganda Airbus þotunnar

Isavia var í rétti þegar fyrirtækið kyrrsetti leiguvél WOW air. Ekki liggur þó fyrir hvort leigusalinn þurfi að gera upp alla skuld flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli.

Mynd: London Stansted

Kröfu Air Lease Corporation um að þota fyrirtækisins, TF-GPA, sem WOW air hafði á leigu og var kyrrsett af Isavia í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins verður þar áfram. Landsréttur hafnaði í dag beiðni fyrirtækisins um að þotan yrði tekin með beinni aðfarargerð úr vörslu Isavia.

Þotan var kyrrsett vegna rúmlega tveggja milljarða króna skuldar WOW air við Keflavíkurflugvöll. Í dómi Landsréttar segir að ekki sé að finna neinar takmarkanir á umfangi þeirra gjalda sem heimilt væri að þvinga fram greiðslur á með því að aftra för loftfars.

Í yfirlýsingu sem Isavia sendi frá sér eftir að dómurinn var birtur segir að úrskurður Landsréttar staðfesti að fyrirtækinu sé heimilt að kyrrsetja flugvélar vegna heildarskulda eiganda eða umráðanda við flugvelli í rekstri félagsins. „Isavia vill  ítreka þá staðreynd að eigandi TF-GPA, leigufélagið ALC, getur lagt fram viðunandi tryggingu fyrir  skuldinni og þannig fengið flugvélina afhenta þá þegar og komið henni í rekstur aftur,“ segir í tilkynningu.

Fréttastofa RÚV hefur það eftir Oddi Ástráðssyni, öðrum lögmanna ALC, að næstu skref séu nú til skoðunar. Verið sé að yfirfara úrskurðinn og skoða möguleika á að óska kæruleyfis til Hæstaréttar. Oddur segir að úrskurður Landsréttar koma mjög á óvart og valda miklum vonbrigðum.