Samfélagsmiðlar

Meðalfargjaldið lækkaði um 9 prósent

Þrátt fyrir fleiri farþega og aðeins betri sætanýtingu þá jókst tapið af rekstri Icelandair umtalsvert á fyrsta fjórðungi ársins.

Tapið af rekstri Icelandair fyrstu þrjá mánuðina var jafn mikið og allt árið í fyrra. Fyrsti og síðasti fjórðungur ársins eru þó vanalega í mínus.

Rekstur Icelandair Group skilaði 6,7 milljarða króna tapi fyrstu þrjá mánuði ársins sem er álíka tap og allt árið í fyrra. Í tilkynningu frá félaginu er haft eftir Boga Nils Bogasyn, forstjóra, að rekstur félagsins hafi verið krefjandi eins og búist hefði verið við og rekstrarniðurstaðan í takt við áætlanir.

Farþegum flugfélaganna samsteypunnar, Icelandair og Air Iceland Connect, fjölgaði samtals um 4,5 prósent þó samdrátturinn hjá því síðarnefnda hafi numið 14 prósentum. Viðbótina hjá Icelandair má rekja til fleiri farþega á leið til Íslands og eins fjölgaði þeim sem flugu með félaginu frá Íslandi um tíund. Þessa viðbót má líklega rekja til mjög veikrar stöðu helsta keppinautarins, WOW air, allt þetta ár. Hins vegar fækkaði tengifarþegum, fjölmennasta hópunum um borð í vélum Icelandair, um tvö prósent.

Þegar rýnt er upplýsingar um tekjur Icelandair á fyrsta ársfjórðungi í ár sést að meðalfargjaldið lækkaði um 8,8 prósent á tímabilinu í bandarískum dollurum talið en Icelandair gerir upp í þeirri mynt. Á móti kemur að svokallaðar hliðartekjur hækkuðu um 3,8 prósent. Megin skýringin á því kann að vera sú að haustið 2017 hóf Icelandair að rukka farþega með ódýrustu miðana fyrir innritaðan farangur og hluti þeirra sem flaug með félaginu fyrstu mánuðina í fyrra hefur verið búinn að kaupa farmiða áður en töskugjaldið var kynnt til sögunnar. Núna hefur hlutfall farþega, sem greiddi sérstaklega fyrir farangur, hækkað en ein taska til viðbótar við ódýrasta farmiðann hjá Icelandair kostar 5.280 kr. ef flogið er til Evrópu. Og tekjur Icelandair af sölu á þjónustu, sem áður var innifalin í fargjöldunum, mun líklega áfram hækka áfram því síðastliðið vor hóf félagið að rukka farþega aukalega fyrir sætin við neyðarútganga þar sem fótarýmið er meira.

Þó meðal farþegatekjur Icelandair hafi lækkað í dollurum talið þá hækkaði það í krónum þar sem hún hefur veikst umtalsvert gagnvart dollara síðastliðið ár. Meðaltekjur Icelandair á hvern farþega hækkuðu því um rúmar 2 þúsund krónur og voru 24 þúsund krónur á hvern farþega á fyrsta fjórðungi ársins.

Í tilkynningu Icelandair segir Bogi Nils, forstjóri Icelandair, að lækkandi farmiðaverð skýrist meðal annars af mikilli samkeppni við flugrekendur sem boðið hafa upp á ósjálfbær fargjöld. Þar er forstjórinn væntanlega að vísa til WOW air og jafnvel Norwegian en það fyrrnefnda fór á hausinn í lok mars og rekstur Norwegian hefur lengi verið þungur. Aftur á móti viðurkenndi Bogi, á ferðaþjónustufundi Íslandsbanka í vikunni, að Icelandair geti ekki boðið sambærileg fargjöld og lággjaldaflugfélög eins og Wizz air sem gerir út frá Austur-Evrópu þar sem laun eru almennt mun lægri en hér á landi. Við brotthvarf WOW air varð Wizz Air næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli.

Nýtt efni

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …