Mest sóttu staðirnir í London

Af heimsóknatölum að dæma þá standa lista- og sögusöfn sterkt í bresku höfuðborginni.

Mynd: Mike Stezycki / Unsplash

Stórborgin London er einn vinsælasti ferðamannastaður heims og markaðurinn í borginni fyrir alls konar afþreyingu er því gríðarlega stór. En þrátt fyrir allt úrvalið þá eru það helstu söfn borgarinnar sem laða sín sín flesta gesti eins og sjá má á töflunni sem byggir á tölum frá ALVA.

Þegar horft er út fyrir London þá eru það Chester dýragarðurinn (2 milljónir) og Stonehenge (1,6 milljón) sem njóta mesta vinsælda.

Vinsælustu staðirnir í London

  1. Tate Modern – 5,9 milljónir gesta
  2. Bristish Museum – 5,8 milljónir gesta
  3. National Gallery – 5,7 milljónir gesta
  4. Natural History Museum – 5,2 milljónir gesta
  5. Sountbank Centre – 4,5 milljónir gesta

Frá Keflavíkurflugvelli er hægt að fljúga beint til London með British Airways, easyJet, Icelandair og Wizz Air.