Ódýrt Vínarflug í júní

Tvöfalt fleiri Íslendingar hafa heimsótt höfuðborg Austurríkis í ár og ódýrustu farmiðarnir þangað næstu vikur eru á tæpar fjögur þúsund krónur.

vin2
Frá Vínarborg. Mynd: Ferðamálaráð Vínarborgar

Það var í febrúar síðastliðnum sem Wizz Air hóf að fljúga reglulega til Íslands frá Vínarborg og hyggst félagið halda úti þessari flugleið allt árið um kring. Þar með fær flugfélagið Austrian án ný samkeppni í Íslandsflugi frá austurrísku höfuðborginni en félagið hefur um árabil boðið upp ferðir hingað yfir aðalferðamannatímabilið.

Og eins og staðan er í dag þá er töluverður verðmunur á fargjöldunum hjá Austrian og Wizz Air næstu vikurnar sem skýrist er meðal annars af því að hið síðara er lágfargjaldafélag þar sem farþegarnir þurfa að borga aukalega fyrir alla þjónustu. Farmiðarnir hjá Wizz Air kosta oftast á undir 8 þúsund krónur, aðra leið, fram í miðjan júlí en heimferðin er stundum dýrari. Hjá Austrian eru ódýrustu farmiðarnir á rétt rúmar 20 þúsund krónur en þeir allra ódýrustu hjá Wizz Air kosta rétt tæpar 4 þúsund kr. (22.júní og 11.júlí).

Sem fyrr segir þá hóf Wizz Air að fljúga hingað í febrúar og samkvæmt tölum ferðamálaráðs borgarinnar þá hefur fjöldi íslenskra ferðamanna í borginni nærri tvöfaldast það sem af er ári. Fyrstu fjóra mánuði ársins bókuðu Íslendingar nærri fimmtán hundruð gistinætur í borginni sem er 98 prósent aukning frá fyrstu fjóru mánuðunum í fyrra.