Ódýrt Vínar­flug í júní

Tvöfalt fleiri Íslendingar hafa heimsótt höfuðborg Austurríkis í ár og ódýrustu farmiðarnir þangað næstu vikur eru á tæpar fjögur þúsund krónur.

vin2
Frá Vínarborg. Mynd: Ferðamálaráð Vínarborgar

Það var í febrúar síðast­liðnum sem Wizz Air hóf að fljúga reglu­lega til Íslands frá Vínar­borg og hyggst félagið halda úti þessari flug­leið allt árið um kring. Þar með fær flug­fé­lagið Austrian án ný samkeppni í Íslands­flugi frá aust­ur­rísku höfuð­borg­inni en félagið hefur um árabil boðið upp ferðir hingað yfir aðal­ferða­manna­tíma­bilið.

Og eins og staðan er í dag þá er tölu­verður verðmunur á fargjöld­unum hjá Austrian og Wizz Air næstu vikurnar sem skýrist er meðal annars af því að hið síðara er lágfar­gjalda­félag þar sem farþeg­arnir þurfa að borga auka­lega fyrir alla þjón­ustu. Farmið­arnir hjá Wizz Air kosta oftast á undir 8 þúsund krónur, aðra leið, fram í miðjan júlí en heim­ferðin er stundum dýrari. Hjá Austrian eru ódýr­ustu farmið­arnir á rétt rúmar 20 þúsund krónur en þeir allra ódýr­ustu hjá Wizz Air kosta rétt tæpar 4 þúsund kr. (22.júní og 11.júlí).

Sem fyrr segir þá hóf Wizz Air að fljúga hingað í febrúar og samkvæmt tölum ferða­mála­ráðs borg­ar­innar þá hefur fjöldi íslenskra ferða­manna í borg­inni nærri tvöfaldast það sem af er ári. Fyrstu fjóra mánuði ársins bókuðu Íslend­ingar nærri fimmtán hundruð gist­inætur í borg­inni sem er 98 prósent aukning frá fyrstu fjóru mánuð­unum í fyrra.